Erlent

Ellefu látnir eftir bátaslys í Bandaríkjunum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sjö hafa verið fluttir á sjúkrahús.
Sjö hafa verið fluttir á sjúkrahús. Vísir/EPA
Hið minnsta 11 eru látnir eftir að hjólabát hvolfdi í Missouri-ríki í Bandaríkjunum. Um 30 farþegar, sem flestir voru ferðamenn, höfðu verið í bátnum þegar hann sökk í miklu óveðri sem gekk yfir ríkið í gær.

Kafarar eru sagðir vera að störfum í vatninu þar sem þeir leita fimm einstaklinga sem enn er saknað. Sjö hafa verið fluttir á sjúkrahús, þar af einn alvarlega slasaður. Nokkur börn voru á meðal farþeganna en ekki er vitað hvernig þeim heilsast.

Tveir hjólabátar höfðu lagt á stað út á vatnið seinni partinn í gær. Annar þeirra komst í land eftir mikið volk en hinn sökk um klukkan 19 í gærkvöldi að staðartíma.

Haft er eftir lögreglufógeta á vef breska ríkisútvarpið að einn undirmanna hans hafi verið um borð í bátnum sem sökk. Er hann sagður hafa aðstoðað við björgunina og spornað við því að mannfallið yrði ekki meira en raun bar vitni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×