Handbolti

Tveggja marka sigur á Svíum á EM U20

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Strákarnir fagna í leikslok
Strákarnir fagna í leikslok mynd/hsí
Íslensku strákarnir í U20 ára landsliðinu í handbolta vann Svía með tveimur mörkum í öðrum leik á EM í Slóveníu í dag.

Ísland var með 19-12 forystu í hálfleik eftir frábæra byrjun strákanna. Í seinni hálfleik komust þeir mest tíu stigum yfir en undir lok leiksins þá komust Svíar á smá sprett og náðu að minnka muninn.

Íslensku strákarnir héldu hins vegar út og fóru með sinn fyrsta sigur á mótinu, 35-33, eftir skell gegn Rúmeníu í fyrsta leik.

Ísland mætir Þjóðverjum, toppliði riðilsins, í lokaleik riðlakeppninnar á sunnudag. Þeir tryggja sæti sitt í 8-liða úrslitunum með sigri en jafntefli gæti einnig dugað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×