Erlent

Þrjátíu látnir vegna hitabylgju í Japan

Birgir Olgeirsson skrifar
Barist um plássið í lauginni í hitabylgjunni í Japan.
Barist um plássið í lauginni í hitabylgjunni í Japan. Vísir/EPA
Þrjátíu hafa látið lífið í hitabylgju sem hefur staðið yfir í Japan síðastliðnar tvær vikur.

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að þúsundir hafi leitað sér læknishjálpar vegna hitaslags. Hitinn náði 40,7 gráðum í landinu fyrr í vikunni, sem er hæsta landsmeðaltal sem hefur mælst í Japan á síðastliðnum fimm árum.

Í borginni Kyoto var hitinn yfir 38 gráðum í sjö daga í röð, en það er í fyrsta skiptið sem það gerist frá því mælingar hófust á nítjándu öldinni.

Japanska menntamálaráðuneytið skipaði skólayfirvöldum að vera á varðbergi gagnvart hitanum eftir að sex ára gamall drengur lést að lokinni kennslustund utandyra í Aichi á þriðjudag.

Hafa yfirvöld hvatt Japani til að huga að vatnsdrykkju til að koma í veg fyrir hitakast.

Hitabylgjan hefur hamlað björgunarstarfi eftir mikil flóð í vesturhluta Japan. Hefur hitinn gert björgunarfólki afar erfitt fyrir en meira en 200 fórust í þessum flóðum sem áttu sér stað eftir rigningarmet fyrr í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×