Fótbolti

Neita því að hafa látið leikmann fara vegna húðlitar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagið neitar.
Félagið neitar. vísir/getty
Fréttir bárust af því í gær að rússneska liðið Torpedo Moskva hafi látið leikmann fara vegna þess að hann væri svartur en hann skrifaði undir samning við liðið á laugardag.

Þegar félagið gekk frá samingum við Erving Botaka-Yobama síðasta laugardag mótmæltu stuðningsmenn félagsins á samskiptamiðlum. Eingöngu vegna þess að Erving væri svartur.

Síðar í vikunni ákvað félagið svo að losa sig við Erving þrátt fyrir að hann hafi einungis bara verið hjá félaginu í eina viku. Félagið neitar því þó að þetta hafi verið vegna húðlitar Erving.

„Húðlitur er aldrei viðmiðun þegar þú velur leikmann. Rasmismi viðgengst ekki hér. Við fordæmum þessa skoðun stuðningsmanna,” sagði í yfirlýsingu frá félaginu.

Félagið segir nú að þetta hafi verið vegna fjárhagsvandræða. Þess vegna hafi þeir ákveðið að losa sig við Erving en hann var ekki hjá félaginu í viku.

Margir voru hræddir um að eitthvað myndi gerast á HM í Rússlandi hvað varðar rasisma en engar fréttir hafa að minnsta kosti borist af því svo það virðist hafa gengið smurt fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×