Erlent

Morðingi gaf sig fram eftir þriggja tíma umsátur lögreglu

Birgir Olgeirsson skrifar
Var maðurinn handtekinn eftir að lögreglan hafði setið um verslunina í um þrjár klukkustundir.
Var maðurinn handtekinn eftir að lögreglan hafði setið um verslunina í um þrjár klukkustundir. Vísir/EPA
Lögreglan í Los Angeles  í Bandaríkjunum handtók karlmann í nótt sem hafði lokað sig inni í verslun þar sem hann hélt fjörutíu gíslingu. 

Var maðurinn handtekinn eftir að lögreglan hafði setið um verslunina í um þrjár klukkustundir.

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir fólk hafa sést flýja verslunina, Trader Joe´s, þar sem sumir stukku í gegnum glugga. BBC segir manninn hafa skotið eina konu til bana í versluninni.

Lögreglan hafði veitt manninum eftirför áður en hann lokaði sig inni í versluninni. Maðurinn hafði skotið á lögregluna áður en hann ók á staurog ákvað að hlaupa inn í verslunina. Lögreglan hafði veitt manninum eftirför því hann hafði skotið tvær konur.

Maðurinn, sem er sagður 28 ára gamall, gaf sig fram eftir samningaviðræður við lögregluna. Er hann sagður hafa beðið lögregluna um handjárn sem hann notaði á sjálfan sig áður en hann gafst upp. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×