Körfubolti

U20 vann stórsigur í lokaleiknum á EM

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Strákarnir hafna í 15.sæti A-deildar.
Strákarnir hafna í 15.sæti A-deildar.
Íslenska körfuboltalandsliðið skipað leikmönnum tuttugu ára og yngri hafnaði í 15.sæti A-deildar á EM í Þýskalandi. Liðið vann öruggan 19 stiga sigur á Rúmeníu ytra nú rétt í þessu, lokatölur 84-103.

Var þetta fyrsti sigur liðsins á mótinu en hann kemur ekki í veg fyrir fall úr A-deild og mun U20 ára landslið Íslands því leika í B-deild á næsta Evrópumóti.

Þórir Þorbjarnarson var stigahæstur íslensku strákanna með 19 stig og næstur kom Eyjólfur Ásberg Halldórsson með 18. Þá skilaði Jón Arnór Sverrisson svakalegum tölum; skoraði 13 stig, tók 12 fráköst og gaf 14 stoðsendingar.

Alla tölfræði leiksins má sjá með því að smella hér.

Íslenska liðið er þjálfað af Israel Martin, þjálfara Tindastóls, en hann tók við liðinu af Arnari Guðjónssyni fyrir EM.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×