Íslenski boltinn

Bryndís Lára í markið hjá ÍBV

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bryndís Lára spilaði vel í marki Þórs/KA síðasta sumar
Bryndís Lára spilaði vel í marki Þórs/KA síðasta sumar vísir/ernir
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir mun leika með ÍBV í Pepsi deild kvenna út tímabilið. Hún snýr aftur til Vestmannaeyja á lánssamningi frá Þór/KA.

Bryndís Lára varð Íslandsmeistari með Þór/KA á síðata tímabili en tilkynnti í vetur að hún ætlaði að taka sér frí frá fótbolta og einbeita sér að frjálsum íþróttum. Íslandsmeistararnir þurftu þó að kalla eftir kröftum Bryndísar í upphafi tímabils þar sem Helena Jónsdóttir meiddist og spilaði Bryndís fjóra leiki með Þór/KA í upphafi tímabilsins.

„Ég sagði í fyrra að ég ætlaði að taka mér smá pásu frá boltanum, sem ég gerði. Núna er ég tilbúin að fara aftur af stað á fullu,“ sagði Bryndís í samtali við mbl.is.

Emily Armstrong hefur varið mark ÍBV í sumar og ekki verið sérlega sannfærandi, líkt og allt Eyjaliðið sem er í sjötta sæti deildarinnar með 11 stig eftir 10 leiki.

Bryndís Lára þekkir vel til í Eyjum og spilaði með ÍBV á árunum 2012 til 2016.

Næsti leikur ÍBV er gegn FH á Hásteinsvelli annað kvöld og er Bryndís Lára gjaldgeng í leikmannahóp ÍBV í þeim leik.


Tengdar fréttir

Bryndís Lára snýr aftur til Akureyrar

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir er gengin til liðs við Íslandsmeistara Þórs/KA á ný eftir að hafa hætt tímabundið í lok síðasta tímabils.

Úr marki meistaranna yfir í spjótkastið

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir hefur sett takkaskóna ofan í skúffu og ætlar að snúa sér að spjótkasti sem hún æfði á yngri árum. Íslandsmeistarinn segir að tímapunkturinn sé réttur og ákvörðunin hafi ekkert með landsliðsvalið að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×