Enski boltinn

Má ekki drekka og var því ekki maður leiksins

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pulisic í leik með Dortmund.
Pulisic í leik með Dortmund. vísir/getty
Bandaríski framherjinn Christian Pulisic fór illa með Liverpool í æfingarleik liðsins gegn Dortmund í gær en þessi stórefnilegi leikmaður skoraði tvö og lagði upp eitt í 3-1 sigri þýska liðsins.

Hann var upphaflega kjörinn maður leiksins en þegar menn áttuðu sig á því að hann er aðeins 19 ára gamall var hætt við það.

Verðlaunin voru nefnilega frá bjórframleiðandnum Heineken og þar sem það má ekki neita áfengis fyrr en eftir 21 árs aldurinn í Bandaríkjunum var ekki tekið í mál að verðlauna landsliðsmanninn.

Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, fékk þess í stað verðlaunin en hann kom enska liðinu yfir með skalla í fyrri hálfleik.

Liverpool-spilaði ágætlega í fyrri hálfleik og var 1-0 yfir en átta breytingar hjá enska liðinu breyttu gangi leiksins og Dortmund tók yfir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×