Erlent

Hundrað kílóa hnullungur hafnaði næstum á konu við Grátmúrinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hin 79 ára Daniella Goldberg var hársbreidd frá því að lenda undir hnullungnum í dag.
Hin 79 ára Daniella Goldberg var hársbreidd frá því að lenda undir hnullungnum í dag. Mynd/Samsett
Litlu mátti muna að illa færi þegar 100 kílóa hnullungur féll úr Grátmúrnum í borginni Jerúsalem í dag. Steinninn hafnaði í aðeins nokkurra metra fjarlægð frá konu sem sat á bæn við múrinn

„Ég heyrði hvorki né fann neitt þangað til hann lenti rétt við fætur mér,“ sagði hin 79 ára gamla Daniella Goldberg í samtali við fjölmiðla í dag.

Viðstaddir virða fyrir sér hnullunginn í dag.Vísir/Epa
Atvikið náðist á myndband, sem farið hefur eins og eldur í sinu um netheima í dag, og hafa miðlar á borð við The Guardian og BBC fjallað um málið. Í myndbandinu sést hvernig hnullungurinn fellur úr um sjö metra hæð og lendir á jörðinni, skammt frá Goldberg.

Yfirvöld í Ísrael segja veðrun líklega hafa valdið því að grjótið losnað úr Grátmúrnum sem er einn helgasti staður gyðinga.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Páskahald í Jerúsalem

Í gyðing-kristnu páskahaldi er spilað á marga sameiginlega strengi sem hafa hljómað í þúsundir ára. Nafn okkar hátíðar er dregið af hinu hebresk-gyðinglega „pesakh“ og páskahátíð gyðinga er mun eldri en okkar.

Blaðakonum gert að standa á bakvið karla

Blaðakonur sem fylgst hafa með ferðalagi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um Ísrael hafa fengið sérstaka meðferð frá yfirvöldum þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×