Íslenski boltinn

47 stelpur klára ekki Íslandsmótið vegna háskólanáms erlendis

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Selma Sól Magnúsdóttir var útnefnd besti leikmaður fyrri hluta Pepsi-deildarinnar.
Selma Sól Magnúsdóttir var útnefnd besti leikmaður fyrri hluta Pepsi-deildarinnar. vísir/ernir
47 stelpur úr efstu tveimur deildum Íslandsmótsins, Pepsi-deildinni og Inkasso-deildinni, klára ekki sumarið hér heima vegna þess að þær eru í námi erlendis.

Þetta kemur fram í úttekt Fótbolti.net sem greindi fyrst frá því í síðustu viku að 24 leikmenn væru á leið út í Pepsi-deildinni og í dag kemur fram að 23 stelpur úr Inkasso-deildinni eru annað hvort farnar eða halda utan á næstu dögum.

Það er ekkert nýtt að íslenskir leikmenn nýti tækifærið og fái skólastyrk erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum, en þetta er að færast í aukana ár frá ári. Í fyrra fóru 17 leikmenn Pepsi-deildarinnar út en þeim fjölgar um sjö í ár.

Þetta brotthvarf leikmanna gæti haft veruleg áhrif á lokasprett deildanna. Breiðablik, sem trónir á toppi Pepsi-deildarinnar, missir tvo landsliðsmenn í þeim Selmu Sól Magnúsdóttur og Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur. Selma Sól hefur verið einn albesti leikmaður deildarinnar í sumar.

Blikarnir missa í heildina fimm leikmenn líkt og Selfyssingar en Valur verður án hinnar bráðefnilegu Ásídar Karenar Halldórsdóttir í sienni hluta mótsins. Þá missir KR, sem er í harðri fallbaráttu, markvörðinn sinn Hrafnhildi Agnarsdóttur í lok ágúst.

Fylkir, sem er í öðru sæti í Inkasso-deild kvenna, missir sex leikmenn en flestir eru í aukahlutverki í liðinu fyrir utan Telmu Lóu Hermannsdóttur sem skrifaði undir samning við skóla í Flórída í gær.

Skagakonur fara líklega verst út úr þessu í næst efstu deild en þær missa þrjár byrjunarliðskonur sem er mikið högg fyrir þær gulu í baráttunni um sæti í efstu deild að ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×