Davíð styrkti Sævar um „væna“ fjárhæð Birgir Olgeirsson skrifar 25. júlí 2018 11:15 Davíð segir Sævar oft hafa bankað upp á hjá sér á Lynghaga á kvöldin. Vísir/Anton Brink Davíð Oddsson styrkti Sævar Ciesielski um „væna“ fjárhæð þegar Sævar var í miklum fjárhagserfiðleikum á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta upplýsti maður að nafni Sigurfreyr Jónasson í athugasemd á vef Vísis og staðfestir Davíð það í samtali við Vísi.Sigurfreyr ritaði athugasemd við grein Jóns Steinars Gunnlaugsson hæstaréttarlögmanns sem birtist á Vísi fyrr í vikunni. Grein Jóns Steinars var svar við grein Hafþórs Sævarssonar, sonar Sævars Ciesielski, þar sem Hafþór hélt því fram að Jón Steinar væri vanhæfur til að annast varnir sem skipaður verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar í endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem nú er rekið fyrir Hæstarétti og verður flutt þar í september. Sigurfreyr segist hafa unnið með Sævari að endurupptöku málsins svo til alveg frá því að Sævar losnaði af Litla-Hrauni árið 1984. Beiðni Sævars um endurupptöku dómsmála sinna var lögð formlega fram árið 1997 og segir Sigurfreyr að Davíð, sem var forsætisráðherra á þeim tíma, hafi reynt af bestu getu að rétta hlut Sævars.Davíð Oddsson sagði á Alþingi árið 1998 að ekki hafi verið framið eitt dómsmorð, heldur mörg í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.Fréttablaðið/ErnirEkki aðeins eitt, heldur mörg dómsmorðÍ október árið 1998 sagði Davíð Oddsson á Alþingi að víða hefði verið pottur brotinn í Geirfinnsmálinu svokallaða og sagði það mikil vonbrigði að Hæstiréttur skyldi ekki hafa haft lagaskilyrði til að taka málið upp á nýjan leik árið 1997. Sagði Davíð að ekki aðeins eitt dómsmorð hefði verið framið heldur mörg og bætti við að þó það hefði verið sársaukafullt fyrir íslenska dómstóla hefði það verið góð og nauðsynleg „hundahreinsun“ að fara í gengum málið. Sagði Sigurfreyr í athugasemd sinni Sævar hafa eitt sinn gengið á fund Davíðs Oddssonar og tjáð honum að hann væri stórskuldugur út af þessum málarekstri. Sigurfreyr sagði Sævar hafa beðið Davíð um að hjálpa sér í gegnum þessa tímabundnu fjárhagslegu erfiðleika sína og að hann hefði verið við það að gefast upp. Sigurfreyr sagði Davíð hafa hlustað á Sævar af miklum skilningi og gefið honum „væna“ fjárhæð til að geta greitt sína reikninga og haldið baráttunni áfram.Ari Edwald, þáverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, ásamt Sævar Ciesielski á tíunda áratug síðustu aldar. Vísir/GVASegir Sævar hafa bankað oft upp á að kvöldi Davíð segir í svari sínu til Vísis að þetta sé efnislega rétt sem Sigurfreyr greinir frá. „Þess utan var það svo að þegar að Sævar bjó með konu á Stúdentagörðum, nærri heimili mínu á Lynghaga 5, bankaði hann oft upp á að kvöldi til og fékk kaffisopa og fór yfir sín mál. Einhvern tíma síðar mun ég kannski fjalla um þau mál og fleiri,“ segir Davíð. Hann vildi ekki upplýsa að svo stöddu hvar fundur hans og Sævars fór fram þegar Davíð gaf honum peningastyrk eða hve há uppæðin var.Sjá einnig: „Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“44 ár frá hvarfi Guðmundar- og Geirfinns Guðmundar- og Geirfinnsmálið varðar mannshvörf sem bæði áttu sér stað árið 1974. Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22:30 í nóvember sama ár samkvæmt gögnum lögreglunnar í Keflavík. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra Guðmundar og Geirfinns voru þau Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir, Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson dæmd til fangelsisvistar Í Hæstarétti í febrúar árið 1980 vegna aðildar að dauða þeirra Guðmundar og Geirfinns. Sævar Marinó Ciesielski fékk lengsta dóminn, eða sautján ára fangelsisvist. Kristján Viðar var dæmdur í sextán ára fangelsi, Tryggvi Rúnar 13 ára fangelsi, Guðjón í tíu ára fangelsi, Erla í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn í 12 mánaða fangelsi. Sævar sat í gæsluvarðhaldi í 1.533 daga og var hafður í einangrun í fangelsi í 615 daga. Hann barðist lengi fyrir því að mál hans yrði tekið upp að nýju. Í febrúar árið 2017 tilkynnti endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að mál Sævars, ásamt fjórum öðrum, yrði tekið upp að nýju en Sævar sjálfur lést árið 2011. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski segir Jón Steinar vanhæfan í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski sem dæmdur var í fangelsi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, sé gífurlega óheppilegur, og hreinlega vanhæfur, til að vera verjandi í málunum. 20. júlí 2018 13:30 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Davíð Oddsson styrkti Sævar Ciesielski um „væna“ fjárhæð þegar Sævar var í miklum fjárhagserfiðleikum á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta upplýsti maður að nafni Sigurfreyr Jónasson í athugasemd á vef Vísis og staðfestir Davíð það í samtali við Vísi.Sigurfreyr ritaði athugasemd við grein Jóns Steinars Gunnlaugsson hæstaréttarlögmanns sem birtist á Vísi fyrr í vikunni. Grein Jóns Steinars var svar við grein Hafþórs Sævarssonar, sonar Sævars Ciesielski, þar sem Hafþór hélt því fram að Jón Steinar væri vanhæfur til að annast varnir sem skipaður verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar í endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem nú er rekið fyrir Hæstarétti og verður flutt þar í september. Sigurfreyr segist hafa unnið með Sævari að endurupptöku málsins svo til alveg frá því að Sævar losnaði af Litla-Hrauni árið 1984. Beiðni Sævars um endurupptöku dómsmála sinna var lögð formlega fram árið 1997 og segir Sigurfreyr að Davíð, sem var forsætisráðherra á þeim tíma, hafi reynt af bestu getu að rétta hlut Sævars.Davíð Oddsson sagði á Alþingi árið 1998 að ekki hafi verið framið eitt dómsmorð, heldur mörg í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.Fréttablaðið/ErnirEkki aðeins eitt, heldur mörg dómsmorðÍ október árið 1998 sagði Davíð Oddsson á Alþingi að víða hefði verið pottur brotinn í Geirfinnsmálinu svokallaða og sagði það mikil vonbrigði að Hæstiréttur skyldi ekki hafa haft lagaskilyrði til að taka málið upp á nýjan leik árið 1997. Sagði Davíð að ekki aðeins eitt dómsmorð hefði verið framið heldur mörg og bætti við að þó það hefði verið sársaukafullt fyrir íslenska dómstóla hefði það verið góð og nauðsynleg „hundahreinsun“ að fara í gengum málið. Sagði Sigurfreyr í athugasemd sinni Sævar hafa eitt sinn gengið á fund Davíðs Oddssonar og tjáð honum að hann væri stórskuldugur út af þessum málarekstri. Sigurfreyr sagði Sævar hafa beðið Davíð um að hjálpa sér í gegnum þessa tímabundnu fjárhagslegu erfiðleika sína og að hann hefði verið við það að gefast upp. Sigurfreyr sagði Davíð hafa hlustað á Sævar af miklum skilningi og gefið honum „væna“ fjárhæð til að geta greitt sína reikninga og haldið baráttunni áfram.Ari Edwald, þáverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, ásamt Sævar Ciesielski á tíunda áratug síðustu aldar. Vísir/GVASegir Sævar hafa bankað oft upp á að kvöldi Davíð segir í svari sínu til Vísis að þetta sé efnislega rétt sem Sigurfreyr greinir frá. „Þess utan var það svo að þegar að Sævar bjó með konu á Stúdentagörðum, nærri heimili mínu á Lynghaga 5, bankaði hann oft upp á að kvöldi til og fékk kaffisopa og fór yfir sín mál. Einhvern tíma síðar mun ég kannski fjalla um þau mál og fleiri,“ segir Davíð. Hann vildi ekki upplýsa að svo stöddu hvar fundur hans og Sævars fór fram þegar Davíð gaf honum peningastyrk eða hve há uppæðin var.Sjá einnig: „Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“44 ár frá hvarfi Guðmundar- og Geirfinns Guðmundar- og Geirfinnsmálið varðar mannshvörf sem bæði áttu sér stað árið 1974. Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22:30 í nóvember sama ár samkvæmt gögnum lögreglunnar í Keflavík. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra Guðmundar og Geirfinns voru þau Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir, Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson dæmd til fangelsisvistar Í Hæstarétti í febrúar árið 1980 vegna aðildar að dauða þeirra Guðmundar og Geirfinns. Sævar Marinó Ciesielski fékk lengsta dóminn, eða sautján ára fangelsisvist. Kristján Viðar var dæmdur í sextán ára fangelsi, Tryggvi Rúnar 13 ára fangelsi, Guðjón í tíu ára fangelsi, Erla í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn í 12 mánaða fangelsi. Sævar sat í gæsluvarðhaldi í 1.533 daga og var hafður í einangrun í fangelsi í 615 daga. Hann barðist lengi fyrir því að mál hans yrði tekið upp að nýju. Í febrúar árið 2017 tilkynnti endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að mál Sævars, ásamt fjórum öðrum, yrði tekið upp að nýju en Sævar sjálfur lést árið 2011.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski segir Jón Steinar vanhæfan í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski sem dæmdur var í fangelsi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, sé gífurlega óheppilegur, og hreinlega vanhæfur, til að vera verjandi í málunum. 20. júlí 2018 13:30 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Sonur Sævars Ciesielski segir Jón Steinar vanhæfan í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski sem dæmdur var í fangelsi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, sé gífurlega óheppilegur, og hreinlega vanhæfur, til að vera verjandi í málunum. 20. júlí 2018 13:30