Davíð styrkti Sævar um „væna“ fjárhæð Birgir Olgeirsson skrifar 25. júlí 2018 11:15 Davíð segir Sævar oft hafa bankað upp á hjá sér á Lynghaga á kvöldin. Vísir/Anton Brink Davíð Oddsson styrkti Sævar Ciesielski um „væna“ fjárhæð þegar Sævar var í miklum fjárhagserfiðleikum á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta upplýsti maður að nafni Sigurfreyr Jónasson í athugasemd á vef Vísis og staðfestir Davíð það í samtali við Vísi.Sigurfreyr ritaði athugasemd við grein Jóns Steinars Gunnlaugsson hæstaréttarlögmanns sem birtist á Vísi fyrr í vikunni. Grein Jóns Steinars var svar við grein Hafþórs Sævarssonar, sonar Sævars Ciesielski, þar sem Hafþór hélt því fram að Jón Steinar væri vanhæfur til að annast varnir sem skipaður verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar í endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem nú er rekið fyrir Hæstarétti og verður flutt þar í september. Sigurfreyr segist hafa unnið með Sævari að endurupptöku málsins svo til alveg frá því að Sævar losnaði af Litla-Hrauni árið 1984. Beiðni Sævars um endurupptöku dómsmála sinna var lögð formlega fram árið 1997 og segir Sigurfreyr að Davíð, sem var forsætisráðherra á þeim tíma, hafi reynt af bestu getu að rétta hlut Sævars.Davíð Oddsson sagði á Alþingi árið 1998 að ekki hafi verið framið eitt dómsmorð, heldur mörg í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.Fréttablaðið/ErnirEkki aðeins eitt, heldur mörg dómsmorðÍ október árið 1998 sagði Davíð Oddsson á Alþingi að víða hefði verið pottur brotinn í Geirfinnsmálinu svokallaða og sagði það mikil vonbrigði að Hæstiréttur skyldi ekki hafa haft lagaskilyrði til að taka málið upp á nýjan leik árið 1997. Sagði Davíð að ekki aðeins eitt dómsmorð hefði verið framið heldur mörg og bætti við að þó það hefði verið sársaukafullt fyrir íslenska dómstóla hefði það verið góð og nauðsynleg „hundahreinsun“ að fara í gengum málið. Sagði Sigurfreyr í athugasemd sinni Sævar hafa eitt sinn gengið á fund Davíðs Oddssonar og tjáð honum að hann væri stórskuldugur út af þessum málarekstri. Sigurfreyr sagði Sævar hafa beðið Davíð um að hjálpa sér í gegnum þessa tímabundnu fjárhagslegu erfiðleika sína og að hann hefði verið við það að gefast upp. Sigurfreyr sagði Davíð hafa hlustað á Sævar af miklum skilningi og gefið honum „væna“ fjárhæð til að geta greitt sína reikninga og haldið baráttunni áfram.Ari Edwald, þáverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, ásamt Sævar Ciesielski á tíunda áratug síðustu aldar. Vísir/GVASegir Sævar hafa bankað oft upp á að kvöldi Davíð segir í svari sínu til Vísis að þetta sé efnislega rétt sem Sigurfreyr greinir frá. „Þess utan var það svo að þegar að Sævar bjó með konu á Stúdentagörðum, nærri heimili mínu á Lynghaga 5, bankaði hann oft upp á að kvöldi til og fékk kaffisopa og fór yfir sín mál. Einhvern tíma síðar mun ég kannski fjalla um þau mál og fleiri,“ segir Davíð. Hann vildi ekki upplýsa að svo stöddu hvar fundur hans og Sævars fór fram þegar Davíð gaf honum peningastyrk eða hve há uppæðin var.Sjá einnig: „Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“44 ár frá hvarfi Guðmundar- og Geirfinns Guðmundar- og Geirfinnsmálið varðar mannshvörf sem bæði áttu sér stað árið 1974. Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22:30 í nóvember sama ár samkvæmt gögnum lögreglunnar í Keflavík. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra Guðmundar og Geirfinns voru þau Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir, Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson dæmd til fangelsisvistar Í Hæstarétti í febrúar árið 1980 vegna aðildar að dauða þeirra Guðmundar og Geirfinns. Sævar Marinó Ciesielski fékk lengsta dóminn, eða sautján ára fangelsisvist. Kristján Viðar var dæmdur í sextán ára fangelsi, Tryggvi Rúnar 13 ára fangelsi, Guðjón í tíu ára fangelsi, Erla í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn í 12 mánaða fangelsi. Sævar sat í gæsluvarðhaldi í 1.533 daga og var hafður í einangrun í fangelsi í 615 daga. Hann barðist lengi fyrir því að mál hans yrði tekið upp að nýju. Í febrúar árið 2017 tilkynnti endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að mál Sævars, ásamt fjórum öðrum, yrði tekið upp að nýju en Sævar sjálfur lést árið 2011. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski segir Jón Steinar vanhæfan í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski sem dæmdur var í fangelsi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, sé gífurlega óheppilegur, og hreinlega vanhæfur, til að vera verjandi í málunum. 20. júlí 2018 13:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Sjá meira
Davíð Oddsson styrkti Sævar Ciesielski um „væna“ fjárhæð þegar Sævar var í miklum fjárhagserfiðleikum á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta upplýsti maður að nafni Sigurfreyr Jónasson í athugasemd á vef Vísis og staðfestir Davíð það í samtali við Vísi.Sigurfreyr ritaði athugasemd við grein Jóns Steinars Gunnlaugsson hæstaréttarlögmanns sem birtist á Vísi fyrr í vikunni. Grein Jóns Steinars var svar við grein Hafþórs Sævarssonar, sonar Sævars Ciesielski, þar sem Hafþór hélt því fram að Jón Steinar væri vanhæfur til að annast varnir sem skipaður verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar í endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem nú er rekið fyrir Hæstarétti og verður flutt þar í september. Sigurfreyr segist hafa unnið með Sævari að endurupptöku málsins svo til alveg frá því að Sævar losnaði af Litla-Hrauni árið 1984. Beiðni Sævars um endurupptöku dómsmála sinna var lögð formlega fram árið 1997 og segir Sigurfreyr að Davíð, sem var forsætisráðherra á þeim tíma, hafi reynt af bestu getu að rétta hlut Sævars.Davíð Oddsson sagði á Alþingi árið 1998 að ekki hafi verið framið eitt dómsmorð, heldur mörg í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.Fréttablaðið/ErnirEkki aðeins eitt, heldur mörg dómsmorðÍ október árið 1998 sagði Davíð Oddsson á Alþingi að víða hefði verið pottur brotinn í Geirfinnsmálinu svokallaða og sagði það mikil vonbrigði að Hæstiréttur skyldi ekki hafa haft lagaskilyrði til að taka málið upp á nýjan leik árið 1997. Sagði Davíð að ekki aðeins eitt dómsmorð hefði verið framið heldur mörg og bætti við að þó það hefði verið sársaukafullt fyrir íslenska dómstóla hefði það verið góð og nauðsynleg „hundahreinsun“ að fara í gengum málið. Sagði Sigurfreyr í athugasemd sinni Sævar hafa eitt sinn gengið á fund Davíðs Oddssonar og tjáð honum að hann væri stórskuldugur út af þessum málarekstri. Sigurfreyr sagði Sævar hafa beðið Davíð um að hjálpa sér í gegnum þessa tímabundnu fjárhagslegu erfiðleika sína og að hann hefði verið við það að gefast upp. Sigurfreyr sagði Davíð hafa hlustað á Sævar af miklum skilningi og gefið honum „væna“ fjárhæð til að geta greitt sína reikninga og haldið baráttunni áfram.Ari Edwald, þáverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, ásamt Sævar Ciesielski á tíunda áratug síðustu aldar. Vísir/GVASegir Sævar hafa bankað oft upp á að kvöldi Davíð segir í svari sínu til Vísis að þetta sé efnislega rétt sem Sigurfreyr greinir frá. „Þess utan var það svo að þegar að Sævar bjó með konu á Stúdentagörðum, nærri heimili mínu á Lynghaga 5, bankaði hann oft upp á að kvöldi til og fékk kaffisopa og fór yfir sín mál. Einhvern tíma síðar mun ég kannski fjalla um þau mál og fleiri,“ segir Davíð. Hann vildi ekki upplýsa að svo stöddu hvar fundur hans og Sævars fór fram þegar Davíð gaf honum peningastyrk eða hve há uppæðin var.Sjá einnig: „Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“44 ár frá hvarfi Guðmundar- og Geirfinns Guðmundar- og Geirfinnsmálið varðar mannshvörf sem bæði áttu sér stað árið 1974. Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22:30 í nóvember sama ár samkvæmt gögnum lögreglunnar í Keflavík. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra Guðmundar og Geirfinns voru þau Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir, Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson dæmd til fangelsisvistar Í Hæstarétti í febrúar árið 1980 vegna aðildar að dauða þeirra Guðmundar og Geirfinns. Sævar Marinó Ciesielski fékk lengsta dóminn, eða sautján ára fangelsisvist. Kristján Viðar var dæmdur í sextán ára fangelsi, Tryggvi Rúnar 13 ára fangelsi, Guðjón í tíu ára fangelsi, Erla í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn í 12 mánaða fangelsi. Sævar sat í gæsluvarðhaldi í 1.533 daga og var hafður í einangrun í fangelsi í 615 daga. Hann barðist lengi fyrir því að mál hans yrði tekið upp að nýju. Í febrúar árið 2017 tilkynnti endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að mál Sævars, ásamt fjórum öðrum, yrði tekið upp að nýju en Sævar sjálfur lést árið 2011.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski segir Jón Steinar vanhæfan í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski sem dæmdur var í fangelsi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, sé gífurlega óheppilegur, og hreinlega vanhæfur, til að vera verjandi í málunum. 20. júlí 2018 13:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Sjá meira
Sonur Sævars Ciesielski segir Jón Steinar vanhæfan í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski sem dæmdur var í fangelsi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, sé gífurlega óheppilegur, og hreinlega vanhæfur, til að vera verjandi í málunum. 20. júlí 2018 13:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent