Fótbolti

Mourinho neitar að tala um möguleika United á titlum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mourinho er ekkert sérstaklega ánægður í Bandaríkjunum
Mourinho er ekkert sérstaklega ánægður í Bandaríkjunum Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, virðist ekki vera neitt sérstaklega bjartsýnn á komandi tímabil ef marka má orð hans á blaðamannafundum í æfingaferð liðsins í Bandaríkjunum.

United mætir AC Milan í vináttuleik í kvöld. Mourinho ræddi við blaðamenn fyrir leikinn þar sem hann kom sér undan því að svara spurningum um hvort United gæti keppt um Englandsmeistaratitilinn á næsta tímabili.

„Ég ætla ekki að svara spurningunni,“ sagði Mourinho og neitaði að ræða málið frekar þegar hann var inntur eftir frekari útskýringum.

Manchester United varð í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, 19 stigum á eftir toppliði Manchester City. United endaði tímabilið án titils eftir tap gegn Chelsea í úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Mourinho hefur látið í ljós óánægju sína með hversu fáa leikmenn hann hafi í æfingaferðinni, enn eru margir af byrjunarliðsmönnum Untied í sumarfríi vegna þáttöku á HM.

„Ég er ekkki með meirihluta leikmannanna sem ég verð með í liðinu 9. ágúst þegar félagsskiptaglugginn lokar svo ég er augljóslega ekki ánægður með að hafa bara nokkra leikmenn,“ sagði Jose Mourinho.

Leikur AC Milan og Manchester United er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt og hefst hann klukkan 3 eftir miðnætti að íslenskum tíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×