Handbolti

Tap gegn heimamönnum og Ísland spilar um fimmta til áttunda sætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir okkar fagna sigri fyrr í mótinu.
Strákarnir okkar fagna sigri fyrr í mótinu. vísir/hsí
Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum tuttugu ára og yngri tapaði fyrir Slóveníu, 25-21, í milliriðli á EM U20.

Íslenska landsliðið gróf sína eigin gröf í leiknum en þeir áttu slakan fyrri hálfleik. Þeir eltu nær allan fyrri hálfleikinn og náðu sér ekki á strik.

Síðari hálfleikurinn var mun skárri og er þrjár mínútur voru eftir af munurinn einugis þrjú mörk. Ekki náðu okkar menn að komast nær og lokatölur fjögurra marka sigur heimamanna, 25-21.

Þýskaland og Slóvenía fara því upp úr riðlinum en Ísland spilar um fimmta til áttunda sætið á mótinu. Liðið spilar við Króatíu á föstudaginn. Vinni liðið þann leik spila þeir um fimmta sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×