Íslenski boltinn

„Ekkert mál að finna stráka í að æfa mark“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslenskir markmenn eru á mikilli uppleið en þeim fjölgar í atvinnumennsku erlendis. Markmannsþjálfari Breiðabliks segir lítið mál að fá stráka til þess að æfa mark.

„Klúbburinn stendur vel að markmannsþjálfun. Ég byrjaði með þessa stráka þegar þeir voru bara litlir pjakkar og það bara skilar sér,“ sagði Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari Breiðabliks, við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld.

Markmannsstaðan hefur oft verið sögð óvinsælust, hvernig gengur að fá stráka til þess að æfa mark?

„Það gengur bara mjög vel. Það er erfiðara með stelpurnar. Það er ekkert mál að finna stráka til að æfa mark.“

„Ég er með nokkra sem ég bind miklar vonir við.“

Gunnleifur Gunnleifsson ver mark meistaraflokks karla hjá Breiðabliki og Sonný Lára Þráinsdóttir er markvörður kvennaliðsins. Þau hafa samanlagt fengið á sig 14 mörk í 23 leikjum í sumar.

Umfjöllun Arnars má sjá í sjónvarpsglugganum hér í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×