Farþegar á fyrsta farrými hjá Air India útbitnir af lús Birgir Olgeirsson skrifar 26. júlí 2018 11:47 Farþegaþota Air India yfir Mumbaí. Vísir/Getty Farþegar á fyrsta farrými flugvélar indverska ríkisflugfélagsins voru illa bitnir af veggjalús í áætlunarferð frá New York í Bandaríkjunum til indversku borgarinnar Múmbaí 18. júlí síðastliðinn. Forsvarsmenn flugfélagsins hefur beðist afsökunar á þessu og fyrirskipað rannsókn á málinu. Hefur flugfélagið heitið því að sótthreinsa vélina hátt og lágt til að koma í veg fyrir að þetta muni endurtaka sig. Einn af farþegunum er Saumya Shetty en hún var með skordýrabit út um allan líkamann og birti myndir af útbrotunum á Twitter. What an #airindia #businessclass would do to you? AI still has to get in touch with me inspite if my repeated attempts to get in touch with them. @airindiain @NewYorkTimes11 @cnni pic.twitter.com/tDHfmhX0Vx— Saumya Shetty (@saumshetty) July 20, 2018 Hún sagði í samtali við fjölmiðla að hún hefði þurft að hafa mikið fyrir því að ná athygli flugfélagsins og fékk ekki afsökunarbeiðni frá flugfélaginu fyrr en hún hafði heimsótt starfsstöð þess. Í afsökunarbréfinu kom fram búið væri að hreinsa vélina og skipta um áklæði á sætum vélarinnar. Í bréfinu kom fram að þessi lúsarfaraldur gæti hafa átt sér stað vegna veðuraðstæðna. Shetty sagði þessa útskýringu á lúsafaraldrinum ekki trúlega, það er að hann sé veðrinu að kenna, og bætti við að flugfélagið hefði boðist til að endurgreiða 75 prósent af því sem hún greiddi fyrir flugfarið. Air India er stærsta flugfélag Indlands en á vef fréttastofu BBC er tekið fram að flugfélagið sé stórskuldugt. BBC segir fyrirtækið hafa tapað markaðshlutdeild og hefur hrapað í áliti viðskiptavina vegna slæmrar þjónustu. Fyrir nokkrum árum þurfti að snúa vél flugfélagsins, á leið frá Mumbaí til London, við eftir að rotta sást í farþegarými vélarinnar. Air India hefur ekki skilað hagnaði síðan árið 2007. Árið 2017 kynntu yfirvöld í Indlandi áætlanir þess efnis að einkavæði flugfélagið. Enginn var þó tilbúinn til að kaupa ráðandi hlut í flugfélaginu. Hefði einhver ákveðið að kaupa ráðandi hlut í félaginu, þá hefði hann jafnframt þurft að taka við skuld sem nemur um fimm milljörðum dollara, eða sem nemur um 519 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Fréttir af flugi Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Farþegar á fyrsta farrými flugvélar indverska ríkisflugfélagsins voru illa bitnir af veggjalús í áætlunarferð frá New York í Bandaríkjunum til indversku borgarinnar Múmbaí 18. júlí síðastliðinn. Forsvarsmenn flugfélagsins hefur beðist afsökunar á þessu og fyrirskipað rannsókn á málinu. Hefur flugfélagið heitið því að sótthreinsa vélina hátt og lágt til að koma í veg fyrir að þetta muni endurtaka sig. Einn af farþegunum er Saumya Shetty en hún var með skordýrabit út um allan líkamann og birti myndir af útbrotunum á Twitter. What an #airindia #businessclass would do to you? AI still has to get in touch with me inspite if my repeated attempts to get in touch with them. @airindiain @NewYorkTimes11 @cnni pic.twitter.com/tDHfmhX0Vx— Saumya Shetty (@saumshetty) July 20, 2018 Hún sagði í samtali við fjölmiðla að hún hefði þurft að hafa mikið fyrir því að ná athygli flugfélagsins og fékk ekki afsökunarbeiðni frá flugfélaginu fyrr en hún hafði heimsótt starfsstöð þess. Í afsökunarbréfinu kom fram búið væri að hreinsa vélina og skipta um áklæði á sætum vélarinnar. Í bréfinu kom fram að þessi lúsarfaraldur gæti hafa átt sér stað vegna veðuraðstæðna. Shetty sagði þessa útskýringu á lúsafaraldrinum ekki trúlega, það er að hann sé veðrinu að kenna, og bætti við að flugfélagið hefði boðist til að endurgreiða 75 prósent af því sem hún greiddi fyrir flugfarið. Air India er stærsta flugfélag Indlands en á vef fréttastofu BBC er tekið fram að flugfélagið sé stórskuldugt. BBC segir fyrirtækið hafa tapað markaðshlutdeild og hefur hrapað í áliti viðskiptavina vegna slæmrar þjónustu. Fyrir nokkrum árum þurfti að snúa vél flugfélagsins, á leið frá Mumbaí til London, við eftir að rotta sást í farþegarými vélarinnar. Air India hefur ekki skilað hagnaði síðan árið 2007. Árið 2017 kynntu yfirvöld í Indlandi áætlanir þess efnis að einkavæði flugfélagið. Enginn var þó tilbúinn til að kaupa ráðandi hlut í flugfélaginu. Hefði einhver ákveðið að kaupa ráðandi hlut í félaginu, þá hefði hann jafnframt þurft að taka við skuld sem nemur um fimm milljörðum dollara, eða sem nemur um 519 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.
Fréttir af flugi Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira