Fótbolti

Atletico vann í vítaspyrnukeppni gegn Arsenal

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Atletico fór með sigur í dag
Atletico fór með sigur í dag Vísir/Getty
Atletico Madrid hafði betur í vítaspyrnukeppni gegn Arsenal í vináttuleik liðanna sem fram fór í Singapúr.

Atletico Madrid komst yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Luciano Vietto. Markið var nokkuð gegn gangi leiksins, Arsenal hafði verið með yfirhöndina.

Arsenal svaraði strax að loknum hálfleiknum. Hinn 17 ára gamli Emile Smith-Rowe lék á tvo varnarmenn Atletico og kláraði glæsilega í netið.

Fleiri urðu mörkin ekki og það var gripið til vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppnin fer ekki í sögubækurnar, aðeins var skorað úr fjórum vítum. Rodrigo, Antonio Adan og Victor Mollejo skoruðu fyrir Atletico og tryggðu þeim sigur.

Arsenal stillti upp nokkuð sterku liði, Alexandre Lacazette, Pierre-Emerick Aubameyang og Aaron Ramsey voru allir í byrjunarliði Arsenal. Mesut Özil var þó ekki í hóp hjá Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×