Fótbolti

Ikeme hættir í fótbolta að læknisráði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ikeme var lykilmaður í liði Wolves sem vann ensku C-deildina árið 2014
Ikeme var lykilmaður í liði Wolves sem vann ensku C-deildina árið 2014 Vísir/Getty
Nígerski markmaðurinn Carl Ikeme hefur lagt markmannshanskana á hilluna að læknisráði. Ikeme greindist með krabbamein síðasta sumar.

Ikeme hefur leikið með Wolves á Englandi allan sinn meistaraflokksferil og spilað yfir 200 leiki fyrir félagið.

Í júnímánuði sagði Ikeme að hann væri orðinn alveg laus við meinið og væri á batavegi. Hann hefur hins vegar ákveðið að hætta knattspyrnuiðkun eftir að hafa ráðfært sig við lækna sína.

„Carl er ekki bara leikmaður, hann er bróðir okkar og mikilvægur hluti af fjölskyldunni,“ sagði Jeff Shi, stjórnarformaður Wolves, í tilkynningu frá félaginu.

Ikeme á 10 landsleiki fyrir Nígeríu. Hann var heiðraður af nígeríska landsliðinu á HM í Rússlandi þar sem Ikeme var valinn 24. meðlimur HM-hópsins.

Nígería datt úr leik eftir riðlakeppnina á HM en liðið var með Íslandi í riðli. Jón Daði Böðvarsson spilaði með Ikeme hjá Wolves og sendi hann, ásamt strákunum í íslenska landsliðinu, markmanninum kveðju á meðan HM stóð.



 


Tengdar fréttir

Strákarnir sendu markmanni Nígeríu baráttukveðju

Nígería er næsti andstæðingur Íslands á HM í fótbolta, liðin mætast næsta föstudag í Rostov. Þrátt fyrir að vera andstæðingar komandi viku tóku íslensku strákarnir sig saman og sendu nígeríska markmanninum Carl Ikeme baráttukveðju á samfélagsmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×