Fótbolti

Mikael Egill seldur til Ítalíu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mikael Egill Ellertsson
Mikael Egill Ellertsson mynd/fram
Mikael Egill Ellertsson hefur verið seldur frá Fram til SPAL á Ítalíu. Mikael er 16 ára gamall.

Mikael hefur spilað með meistaraflokk Fram í Inkasso deildinni í sumar og vakti áhuga ítalska liðsins, sem hefur samkvæmt heimasíðu Fram fylgst með leikmanninum í talsverðan tíma.

Hann hefur verið viðriðinn yngri landslið Íslands og kom við sögu í 8 leikjum í Inkasso deildinni í sumar.

„Við þökkum Mikael fyrir frábæra frammistöðu með Fram og óskum honum alls hins besta í nýjum og spennandi verkefnum á Ítalíu. Hann og fjölskyldan eru þegar farin út og hefjast æfingar á næstu dögum,“ segir á heimasíður Fram.

Mikael fetar í fótspor Harðar Björgvins Magnússonar sem var seldur frá Fram til ítalska liðsins Juventus á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×