Móðir sem fór í felur með syni sína dæmd í fangelsi í umdeildasta forræðismáli Spánar Birgir Olgeirsson skrifar 27. júlí 2018 16:23 Rivas fór með drengina af heimili fjölskyldunnar á Ítalíu árið 2016 til Spánar undir því yfirskini að ætla að heimsækja ættingja. Vísir/EPA Spænsk kona hefur verið dæmd til fimm ára fangelsisvistar fyrir að fara í felur með syni sína tvo í stað þess að koma þeim í hendur föður þeirra. Hefur konan sakað föður drengjanna um ofbeldi.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá þessu en dómurinn hefur einnig svipt konuna, Juana Rivas, forræði yfir drengjunum til sex ára og skikkað hana til að standa sjálf undir háum málskostnaði. BBC segir stjórnmálamenn á Spáni og kvenréttindahópa hafa mótmælt dómnum.#JuanaEstáEnMiCasa myllumerkið fór víða á samfélagsmiðlum á meðan Rivas var á flótta frá yfirvöldum, en lauslega þýðir það: Juana er heima hjá mér.Vísir/EPAForræðisdeila foreldranna hefur staðið yfir í nokkurn tíma og orðið að miðpunkti umræðu á Spáni um ofbeldi í samböndum. Rivas fór með drengina af heimili fjölskyldunnar á Ítalíu árið 2016 til Spánar undir því yfirskini að ætla að heimsækja ættingja. Í stað þess að snúa aftur heim til Ítalíu lagði hún fram kæru á Spáni þess efnis að barnsfaðir hennar hefði beitt hana ofbeldi og fór síðar gegn úrskurði dómstóla þess efnis að henni bæri að skila drengjunum til föður þeirra. „Það er ekki hægt að kalla það brottnám þegar kona ákveður að flýja hörmungar til að vernda börnin sín,“ sagði Rivas í fyrra.Barnsfaðir Juana, Ítalinn Francesco ArcuriVísir/EPAMál hennar hefur vakið gríðarmikla athygli á Spáni þar sem Rivas hefur notið talsverðs stuðnings á meðal almennings. #JuanaEstáEnMiCasa myllumerkið fór víða á samfélagsmiðlum á meðan Rivas var á flótta frá yfirvöldum, en lauslega þýðir það: Juana er heima hjá mér. Dómurinn í spænsku borginni Granada komst að þeirri niðurstöðu að Rivas hefði engar sannanir um að hafa orðið fyrir heimilisofbeldi og að hún hefði verið órétti þegar hún tók börnin frá föður þeirra. Taldi dómurinn hana hafa nýtt sér ásakanir á hendur á barnsföður sínum til að draga athygli frá því að hún hefði gerst sek um barnsrán. Barnsfaðir hennar, Ítalinn Francesco Arcuri, á að baki dóm fyrir ofbeldi gegn Rivas. Dómurinn tók fram að þrátt fyrir fyrri brot Arcuri þá væru engar sannanir fyrir hendi um að hann hefði brotið á ný gegn Rivas.Juana þegar dómurinn var kveðinn upp.Vísir/EPALögmaður Rivas sagði dóminn rangan og gaf til kynna að honum yrði áfrýjað. Aðstoðarforsætisráðherra Spánar, Carmen Calvo, lét hafa eftir sér að Rivas verði ekki fangelsuð fyrr en refsing hennar verður staðfest. Sagði Calvo að mestu máli skipti að tryggja hag barnanna. Antonio Maíllo, sem fer fyrir sambandi vinstri flokka í suður Andalúsíu, sagði dóminn vera forneskjulegan og að búið væri að setja varhugavert fordæmi með honum. Formaður kvenréttindasamtakanna Progressive Women´s Foundation, Yolanda Besteiro, sagði dóminn vonbrigði og sagði dómarana ekki hafa skilning á því hvað kynbundið ofbeldi væri og hvernig gerendur haga sér. Arcuri neitar ásökunum um ofbeldi gegn Rivas og sonum og segist vera fórnarlamb fjölmiðlafárs. Hann á að baki dóm fyrir brot gegn Rivas árið 2009, en sagðist einungis hafa gengist við því til að forðast áralöng málaferli og fá að umgangast son sinn. Þau tóku aftur saman og eignuðust annan son. Fyrrverandi maki Arcuri til tíu ára hefur komið honum til varnar og segist ekki trúa þessum ásökunum. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Spænsk kona hefur verið dæmd til fimm ára fangelsisvistar fyrir að fara í felur með syni sína tvo í stað þess að koma þeim í hendur föður þeirra. Hefur konan sakað föður drengjanna um ofbeldi.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá þessu en dómurinn hefur einnig svipt konuna, Juana Rivas, forræði yfir drengjunum til sex ára og skikkað hana til að standa sjálf undir háum málskostnaði. BBC segir stjórnmálamenn á Spáni og kvenréttindahópa hafa mótmælt dómnum.#JuanaEstáEnMiCasa myllumerkið fór víða á samfélagsmiðlum á meðan Rivas var á flótta frá yfirvöldum, en lauslega þýðir það: Juana er heima hjá mér.Vísir/EPAForræðisdeila foreldranna hefur staðið yfir í nokkurn tíma og orðið að miðpunkti umræðu á Spáni um ofbeldi í samböndum. Rivas fór með drengina af heimili fjölskyldunnar á Ítalíu árið 2016 til Spánar undir því yfirskini að ætla að heimsækja ættingja. Í stað þess að snúa aftur heim til Ítalíu lagði hún fram kæru á Spáni þess efnis að barnsfaðir hennar hefði beitt hana ofbeldi og fór síðar gegn úrskurði dómstóla þess efnis að henni bæri að skila drengjunum til föður þeirra. „Það er ekki hægt að kalla það brottnám þegar kona ákveður að flýja hörmungar til að vernda börnin sín,“ sagði Rivas í fyrra.Barnsfaðir Juana, Ítalinn Francesco ArcuriVísir/EPAMál hennar hefur vakið gríðarmikla athygli á Spáni þar sem Rivas hefur notið talsverðs stuðnings á meðal almennings. #JuanaEstáEnMiCasa myllumerkið fór víða á samfélagsmiðlum á meðan Rivas var á flótta frá yfirvöldum, en lauslega þýðir það: Juana er heima hjá mér. Dómurinn í spænsku borginni Granada komst að þeirri niðurstöðu að Rivas hefði engar sannanir um að hafa orðið fyrir heimilisofbeldi og að hún hefði verið órétti þegar hún tók börnin frá föður þeirra. Taldi dómurinn hana hafa nýtt sér ásakanir á hendur á barnsföður sínum til að draga athygli frá því að hún hefði gerst sek um barnsrán. Barnsfaðir hennar, Ítalinn Francesco Arcuri, á að baki dóm fyrir ofbeldi gegn Rivas. Dómurinn tók fram að þrátt fyrir fyrri brot Arcuri þá væru engar sannanir fyrir hendi um að hann hefði brotið á ný gegn Rivas.Juana þegar dómurinn var kveðinn upp.Vísir/EPALögmaður Rivas sagði dóminn rangan og gaf til kynna að honum yrði áfrýjað. Aðstoðarforsætisráðherra Spánar, Carmen Calvo, lét hafa eftir sér að Rivas verði ekki fangelsuð fyrr en refsing hennar verður staðfest. Sagði Calvo að mestu máli skipti að tryggja hag barnanna. Antonio Maíllo, sem fer fyrir sambandi vinstri flokka í suður Andalúsíu, sagði dóminn vera forneskjulegan og að búið væri að setja varhugavert fordæmi með honum. Formaður kvenréttindasamtakanna Progressive Women´s Foundation, Yolanda Besteiro, sagði dóminn vonbrigði og sagði dómarana ekki hafa skilning á því hvað kynbundið ofbeldi væri og hvernig gerendur haga sér. Arcuri neitar ásökunum um ofbeldi gegn Rivas og sonum og segist vera fórnarlamb fjölmiðlafárs. Hann á að baki dóm fyrir brot gegn Rivas árið 2009, en sagðist einungis hafa gengist við því til að forðast áralöng málaferli og fá að umgangast son sinn. Þau tóku aftur saman og eignuðust annan son. Fyrrverandi maki Arcuri til tíu ára hefur komið honum til varnar og segist ekki trúa þessum ásökunum.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira