Körfubolti

Grátleg tap gegn heimamönnum hjá U18

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hópurinn ásamt þjálfurunum, þeim Viðari Hafsteinssyni og Jóhanni Ólafssyni.
Hópurinn ásamt þjálfurunum, þeim Viðari Hafsteinssyni og Jóhanni Ólafssyni. vísir/kkí
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta átján ára og yngri tapaði grátlega fyrir Makedóníu í fyrsta leik liðsins á EM í Skopje, 62-60.

Eftir fyrsta leikhlutann voru Makedónar einu stigi yfir, 14-13, en þegar flautað var til hálfleiks voru strákarnir okkar komnir þremur stemur stigum yfir, 27-24.

Áfram hélt baráttan í þriðja leikhluta og Makedónía var tveimur stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 43-41, en dramatíkin var rétt að byrja.

Okkar menn byrjuðu af krafti og voru komnir sex stigum yfir, 49-43, um miðjan leikhlutann en heimamenn jöfnuðu svo er rúmlega ein mínúta var eftir, 58-58.

Luka Stojanovski skoraði svo sigurkörfuna þremur sekúndum fyrir leikslok er hann kom Makedóníu í 60-62. Þriggja siga skot Hilmars Smára Henningssonar geigaði undir restina og því fór sem fór.

Sigvaldi Eggertsson var stigahæstur í íslenska liðinu með átján stig en næstur kom Dúi Jónsson með fimmtán stig. Hilmar Henningsson gerði svo ellefu stig.

Ísland spilar næst við Tékkland á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×