Fótbolti

Einn leikur og einn bikar hjá Herði í Rússlandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður byrjar vel í Rússlandi.
Hörður byrjar vel í Rússlandi. vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon vann í kvöld sinn fyrsta bikar með CSKA Moskvu er liðið vann Super Cup þar í landi.

Liðið spilaði við granna sína í Lokomotiv Moskvu en ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja.

Í ofurbikarnum mætast liðið sem unnu deildina og bikarinn tímabilð áður. Lokomotiv vann deildina en Tosno vann bikarinn. Tosno er hins vegar gjaldþrota svo CSKA kom inn í þeirra stað.

Á níundu mínútu framlengingarinnar skoraði rússneski varnarmaðurnin Mario Fenrandez eina mark leiksins. Lokatölur 1-0.

Hörður Björgvin, sem gekk í raðir CSKA í sumar, spilaði allan leikinn fyrir CSKA í þriggja manna varnarlínu liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×