Verðhækkanir ársins á hlutabréfum í Kauphöllinni gengnar til baka að fullu Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 28. júlí 2018 08:00 Kauphöllin á Laugavegi. fréttablaðið/anton brink Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,57 prósent í gær sem þýðir að hækkun vísitölunnar frá áramótum er gengin til baka og vel það. Allar verðbreytingar á hlutabréfamarkað Kauphallarinnar í gær voru neikvæðar en mest lækkaði Marel sem birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung deginum áður. Verð hlutabréfa í Marel lækkaði um 3,7 prósent í 950 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkaði verð hlutabréfa í Vátryggingafélagi Íslands um tæp 3,3 prósent í 68 milljóna króna viðskiptum og verð bréfa í N1 um 2,3 prósent í 137 milljóna króna viðskiptum. Icelandair lækkaði um 2,2 prósent en umfang viðskipta nam tæpum 118 milljónum. Aðrar verðlækkanir voru innan við tvö prósent. Úrvalsvísitalan náði hámarki um miðjan apríl og hafði þá hækkað um rúm 11 prósent frá áramótum. Síðan hefur vísitalan sigið niður á við og stóð hún í 1.583 við lokun markaða í gær. Þannig er verðbreytingin frá áramótum orðin neikvæð um rúm þrjú prósent. Sé horft 12 mánuði aftur í tímann hefur vísitalan hins vegar lækkað um rúmlega tólf prósent. Úrvalsvísitalan tók dýfu í byrjun júlí þegar Icelandair lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 vegna lakari horfa en upphaflega var búist við. Gengu spár um hækkandi meðalverð flugmiða ekki eftir. Flugfélagið lækkaði um 24,6 prósent á einum degi og dró úrvalsvísitöluna niður með sér en hún samanstendur af þeim átta félögum í Kauphöllinni sem hafa mestan seljanleika. – tfh Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Í vinnutengdri ástarsorg Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka „Þær eru bara of dýrar“ Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Skamma og banna Play að blekkja neytendur Sjá meira
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,57 prósent í gær sem þýðir að hækkun vísitölunnar frá áramótum er gengin til baka og vel það. Allar verðbreytingar á hlutabréfamarkað Kauphallarinnar í gær voru neikvæðar en mest lækkaði Marel sem birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung deginum áður. Verð hlutabréfa í Marel lækkaði um 3,7 prósent í 950 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkaði verð hlutabréfa í Vátryggingafélagi Íslands um tæp 3,3 prósent í 68 milljóna króna viðskiptum og verð bréfa í N1 um 2,3 prósent í 137 milljóna króna viðskiptum. Icelandair lækkaði um 2,2 prósent en umfang viðskipta nam tæpum 118 milljónum. Aðrar verðlækkanir voru innan við tvö prósent. Úrvalsvísitalan náði hámarki um miðjan apríl og hafði þá hækkað um rúm 11 prósent frá áramótum. Síðan hefur vísitalan sigið niður á við og stóð hún í 1.583 við lokun markaða í gær. Þannig er verðbreytingin frá áramótum orðin neikvæð um rúm þrjú prósent. Sé horft 12 mánuði aftur í tímann hefur vísitalan hins vegar lækkað um rúmlega tólf prósent. Úrvalsvísitalan tók dýfu í byrjun júlí þegar Icelandair lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 vegna lakari horfa en upphaflega var búist við. Gengu spár um hækkandi meðalverð flugmiða ekki eftir. Flugfélagið lækkaði um 24,6 prósent á einum degi og dró úrvalsvísitöluna niður með sér en hún samanstendur af þeim átta félögum í Kauphöllinni sem hafa mestan seljanleika. – tfh
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Í vinnutengdri ástarsorg Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka „Þær eru bara of dýrar“ Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Skamma og banna Play að blekkja neytendur Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun