Enski boltinn

Mendy: Ég geng með verðlaunapeninginn í vasanum

Dagur Lárusson skrifar
Benjamin Mendy.
Benjamin Mendy. vísir/getty
Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, segir að hann gangi með gullverðlaunapening sinn daglega í vasanum.

 

Benjamin Mendy lennti í slæmum meiðslum í byrjun síðasta tímabils og kom ekki til baka fyrr en undir lok tímabilsins með City. Mendy spilaði þó nægilega mikið til þess að vinna sér inn sæti í franska landsliðshópnum sem vann HM og segist hann nú varla taka verðlaunapeninginn af sér.

 

„Ég er alltaf með verðlaunapeninginn í vasanum. Fyrir HM þá sagði ég við liðsfélaga mína að ef við vinnum þá mun ég koma til baka með verðlaunapeninginn og ganga með hann í vasanum.“

 

„Þetta er hluti af líkama mínum núna, næstu fjögur árin mun ég ganga með hann á mér því hann mun vera hluti af mér. Eftir fjögur ár verður nýtt HM en þangað til þá erum við kóngarnir.“

 

„Áður en við fórum allir á mótið þá voru allir að tala um sitt lið en ég sagði við alla að við myndum vinna og flestir efuðust um það.“

 

„Við unnum að lokum og ég talaði við þá, en samt alltaf af virðingu.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×