Enski boltinn

Matic missir af byrjun tímabilsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Matic var fastamaður á miðjunni hjá United á síðasta tímabili
Matic var fastamaður á miðjunni hjá United á síðasta tímabili Vísir/Getty
Serbneski miðjumaðurinn Nemanja Matic mun missa af byrjun tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni með Manchester United.

Matic hefur ekkert tekið þátt í leikjum Manchester Untied í æfingaferðinni í Bandaríkjunum til þessa. Eftir tap United fyrir Liverpool í gærkvöld sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri United, að Matic hefði farið í aðgerð og verði frá næstu vikurnar.

„Matic kom til okkar úr sumarfríi eftir heimsmeistaramótið og fór strax í aðgerð því hann meiddist á HM,“ sagði Mourinho við heimasíðu United.

„Hann mun missa af byrjun tímabilsins en ég veit ekki hversu lengi hann verður frá.“

Matic spilaði alla þrjá leiki Serba sem duttu út eftir riðlakeppni HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×