Óæskilegur í Póllandi og var því stöðvaður í Leifsstöð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2018 11:15 Richard Spencer er þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum. Hann sést hér í átökum við lögreglu í Charlottesville í Virginíu í ágúst í fyrra eftir fjöldafund sem hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar og vopnaðir varaliðsmenns héldu til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, hafi verið fjarlægð. Vísir/getty Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, er bannað að koma aftur til Póllands samkvæmt skráningu í Schengen-kerfið. Sú skráning gildir fyrir allt Schengen-svæðið og var Spencer því stöðvaður á Keflavíkurflugvelli í liðinni viku og snúið aftur til Bandaríkjanna. Þetta segir Sigurgeir Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi en Spencer sagði frá því í viðtali við AP-fréttastofuna á föstudag að hann hefði verið stöðvaður í Leifsstöð á leið sinni til Svíþjóðar og gert að snúa aftur til Bandaríkjanna. Sigurgeir segir að Spencer hafi komið hingað til lands að morgni miðvikudagsins 4. júlí og hann hafi farið aftur til Bandaríkjanna síðdegis sama dag. „Þetta er bara ósköp venjuleg skráning í Schengen-upplýsingakerfið. Honum var einhvern tímann brottvísað frá Póllandi og bannað að koma þangað aftur og þá gildir sú skráning fyrir allt Schengen. Það er bara eðli Schengen-samstarfsins að ef þú ert brottrækur úr einu landi samstarfsins þá gildir það fyrir þau öll. Þannig að þegar hann lendir hér og ætlar áfram til Evrópu þá gengur það ekkert upp. Hann er í banni á Evrópusvæðinu og það er pólsk skráning, það er rétt. Þetta er ekki beinlínis beiðni heldur bara skráning í kerfinu. Hann er óæskilegur í Póllandi og þar með öllu Schengen-svæðinu,“ segir Sigurgeir.Nokkuð algengt að fólk sé stöðvað í Leifsstöð og snúið við þaðan sem það kom Aðspurður hvernig ferlið er hjá yfirvöldum á flugvellinum þegar svona mál koma upp segir hann að rætt sé við fólk og frekari upplýsinga aflað úr kerfinu í gegnum alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. „Síðan er hann bara stoppaður og ekki hleypt yfir landamærin. Hann er ekkert handtekinn heldur bara geymdur á þessu svæði á flugvellinum sem er svokallað Non Schengen-svæði, brottfarir til Bandaríkjanna og Bretlands. Svo tekur hann bara vél til Bandaríkjanna sama dag, þaðan sem hann kom.“ Sigurgeir segir að það sé nokkuð algengt að stöðva þurfi fólk á flugvellinum og snúa því aftur við þaðan sem það kom vegna þess að það megi ekki koma inn á Schengen-svæðið. „Já, það er nokkuð algengt og líka að fólk sé að koma frá Bandaríkjunum eða Kanada en má ekki fara inn til Evrópu en er ekki með rétt skilríki, er ekki með vegabréfsáritanir. Það er kannski með dvalarleyfi í Bandaríkjunum og heldur að það megi fara út um allt en svo kemur í ljós hér hjá okkur að það má ekki fara inn til Evrópu og þá er því snúið við. Þetta er orðið nánast daglegt brauð,“ segir Sigurgeir. Tengdar fréttir Hitt hægrið á sviðið í Bandaríkjunum Ný hægrisinnuð stjórnmálahreyfing hefur umtalsverð áhrif á forsetakosningar í Bandaríkjunum. Meðlimir hreyfingarinnar eru sagðir fordómafullir, hafna pólitískri rétthugsun og fjölmenningu. 1. september 2016 06:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna segist hafa verið stöðvaður á Keflavíkurflugvelli Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, var í vikunni stöðvaður á Keflavíkurflugvelli þar sem hann millilenti á leið sinni til Svíþjóðar. 6. júlí 2018 20:43 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, er bannað að koma aftur til Póllands samkvæmt skráningu í Schengen-kerfið. Sú skráning gildir fyrir allt Schengen-svæðið og var Spencer því stöðvaður á Keflavíkurflugvelli í liðinni viku og snúið aftur til Bandaríkjanna. Þetta segir Sigurgeir Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi en Spencer sagði frá því í viðtali við AP-fréttastofuna á föstudag að hann hefði verið stöðvaður í Leifsstöð á leið sinni til Svíþjóðar og gert að snúa aftur til Bandaríkjanna. Sigurgeir segir að Spencer hafi komið hingað til lands að morgni miðvikudagsins 4. júlí og hann hafi farið aftur til Bandaríkjanna síðdegis sama dag. „Þetta er bara ósköp venjuleg skráning í Schengen-upplýsingakerfið. Honum var einhvern tímann brottvísað frá Póllandi og bannað að koma þangað aftur og þá gildir sú skráning fyrir allt Schengen. Það er bara eðli Schengen-samstarfsins að ef þú ert brottrækur úr einu landi samstarfsins þá gildir það fyrir þau öll. Þannig að þegar hann lendir hér og ætlar áfram til Evrópu þá gengur það ekkert upp. Hann er í banni á Evrópusvæðinu og það er pólsk skráning, það er rétt. Þetta er ekki beinlínis beiðni heldur bara skráning í kerfinu. Hann er óæskilegur í Póllandi og þar með öllu Schengen-svæðinu,“ segir Sigurgeir.Nokkuð algengt að fólk sé stöðvað í Leifsstöð og snúið við þaðan sem það kom Aðspurður hvernig ferlið er hjá yfirvöldum á flugvellinum þegar svona mál koma upp segir hann að rætt sé við fólk og frekari upplýsinga aflað úr kerfinu í gegnum alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. „Síðan er hann bara stoppaður og ekki hleypt yfir landamærin. Hann er ekkert handtekinn heldur bara geymdur á þessu svæði á flugvellinum sem er svokallað Non Schengen-svæði, brottfarir til Bandaríkjanna og Bretlands. Svo tekur hann bara vél til Bandaríkjanna sama dag, þaðan sem hann kom.“ Sigurgeir segir að það sé nokkuð algengt að stöðva þurfi fólk á flugvellinum og snúa því aftur við þaðan sem það kom vegna þess að það megi ekki koma inn á Schengen-svæðið. „Já, það er nokkuð algengt og líka að fólk sé að koma frá Bandaríkjunum eða Kanada en má ekki fara inn til Evrópu en er ekki með rétt skilríki, er ekki með vegabréfsáritanir. Það er kannski með dvalarleyfi í Bandaríkjunum og heldur að það megi fara út um allt en svo kemur í ljós hér hjá okkur að það má ekki fara inn til Evrópu og þá er því snúið við. Þetta er orðið nánast daglegt brauð,“ segir Sigurgeir.
Tengdar fréttir Hitt hægrið á sviðið í Bandaríkjunum Ný hægrisinnuð stjórnmálahreyfing hefur umtalsverð áhrif á forsetakosningar í Bandaríkjunum. Meðlimir hreyfingarinnar eru sagðir fordómafullir, hafna pólitískri rétthugsun og fjölmenningu. 1. september 2016 06:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna segist hafa verið stöðvaður á Keflavíkurflugvelli Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, var í vikunni stöðvaður á Keflavíkurflugvelli þar sem hann millilenti á leið sinni til Svíþjóðar. 6. júlí 2018 20:43 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Hitt hægrið á sviðið í Bandaríkjunum Ný hægrisinnuð stjórnmálahreyfing hefur umtalsverð áhrif á forsetakosningar í Bandaríkjunum. Meðlimir hreyfingarinnar eru sagðir fordómafullir, hafna pólitískri rétthugsun og fjölmenningu. 1. september 2016 06:00
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna segist hafa verið stöðvaður á Keflavíkurflugvelli Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, var í vikunni stöðvaður á Keflavíkurflugvelli þar sem hann millilenti á leið sinni til Svíþjóðar. 6. júlí 2018 20:43