Fótbolti

Harry með stóra höfuðið: Við strákarnir frá Jórvíkurskíri erum grjótharðir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Harry Maguire notaði stóra höfuðið til að skalla boltann í markið á móti Svíþjóð.
Harry Maguire notaði stóra höfuðið til að skalla boltann í markið á móti Svíþjóð. vísir/getty
Harry Maguire, miðvörður enska landsliðsins í fótbolta, hefur spilað frábærlega á HM 2018 en hann skoraði annað tveggja marka liðsins í 2-0 sigrinum á Svíþjóð í átta liða úrslitum.

Fyrir utan góða spilamennsku Leicester-mannsins hefur stærð höfuð hans vakið mikla athygli í Rússlandi en hann var spurður út í þetta risavaxna höfuð í viðtali við BBC.

„Ég kenni pabba mínum um þetta,“ segir hann hlæjandi í viðtali við Gabby Logan, en hann hlýtur að vera uppnefndur eitthvað innan liðsins. „Jamie Vardy kallar mig „slabhead“. Ég er líka með nokkur viðurnefni á hann en ég segi þau ekki fyrir framan myndavélina.“

Maguire er frá Yorkshire eða Jórvíkurskíri eins og fleiri menn í liðinu. Þar má telja Jamie Vardy og varnarmennina Kyle Walker og John Stones.

„Þetta er alveg ótrúlegur fjöldi og flestir þeirra eru varnarmenn sem segir sitthvað um Yorkshire. Við erum ekki hæfileikaríkustu fótboltamennirnir en við erum grjótharðir,“ segir Harry Maguire.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×