Viðskipti innlent

Afkoma VÍS rúmlega milljarði lakari en gert var ráð fyrir

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Afkoma Vátryggingafélags Íslands á öðrum ársfjórðungi verður tæplega 1.100 milljónum verri en ráðgert var í afkomuspá. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun félagsins.
Afkoma Vátryggingafélags Íslands á öðrum ársfjórðungi verður tæplega 1.100 milljónum verri en ráðgert var í afkomuspá. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun félagsins. Fréttablaðið/Anton

Afkoma Vátryggingafélags Íslands á öðrum ársfjórðungi verður tæplega 1.100 milljónum verri en ráðgert var í afkomuspá. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun félagsins.

Við vinnslu árshlutauppgjörs fjórðungsins kom í ljós að 300 milljóna króna tap verður í ársfjórðungnum að því er fram kemur í tilkynningu frá VÍS.

Þann 20. júní síðastliðinn sendi VÍS út afkomuviðvörun í tengslum við afkomu á öðrum ársfjórðungi ársins 2018. Þar var gert ráð fyrir að afkoma á öðrum ársfjórðungi yrði alls um 700 milljónum króna lakari fyrir skatta en afkomuspá hafði gert ráð fyrir; að hagnaður félagsins yrði 92 milljóna króna fyrir skatta í stað 792 milljón króna.

Í afkomuviðvörun segir að stærsta frávikið sé vegna óhagstæðrar þróunar á verðbréfamörkuðum í seinni hluta júnímánaðar eftir að félagið gaf út síðustu afkomuviðvörun.

Hagnaður félagsins á fyrri helmingi ársins nemur um 600 milljónum króna fyrir skatta. Uppfærð 12 mánaða afkomuspá verður birt með uppgjöri annars ársfjórðungs þann 22. ágúst næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.