Íslenski boltinn

HK/Víkingur vann fallslaginn í Vesturbænum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
HK/Víkingur vann mikilvægan sigur í kvöld
HK/Víkingur vann mikilvægan sigur í kvöld vísir/anton

HK/Víkingur vann mikilvægan sigur í fallslag við KR í lokaleik 9. umferðar Pepsi deildar kvenna í kvöld. Nýliðarnir eru nú fjórum stigum frá fallsæti.

Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir heimakonur í KR. Katrín Ómarsdóttir kom þeim yfir strax á 9. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu Hugrúnar Lilju Ólafsdóttur.

Forystan var þó ekki langlíf. Tveimur mínútum seinna brunuðu gestirnir í sókn og náðu í hornspyrnu. Þar var Hildur Antonsdóttir rétt kona á réttum stað og skallaði í netið. Staðan 1-1 eftir 11. mínútur.

Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og jafnt þegar flautað var til leikhlés.

KR-ingar pressuðu mikið í upphafi seinni hálfleiks en það voru nýliðarnir í HK/Víkingi sem náðu að komast yfir. Margrét Sif Magnúsdóttir skoraði með frábæru skoti fyrir utan teig.

Mínútu síðar var Margrét búin að koma HK/Víkingi í 3-1. Hrikaleg mistök hjá Lilju Dögg Valþórsdóttur í vörn KR, Margrét Sif kemst inn í sendingu hennar, lék á Ingibjörgu Valgeirsdóttur markvörð KR og skoraði í autt marknetið.

Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 3-1. KR situr sem fastast á botni deildarinnar, HK/Víkingur er í 10. sæti með 10 stig.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.