Innlent

Jörð skelfur á Norðurlandi

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Titringur.
Titringur. Vísir/Getty

Margir íbúar Norðurlands fundu fyrir jarðskjálfta snemma á tíunda tímanum í kvöld.

Samkvæmt heimasíðu Veðurstofu Íslands varð skjálftinn klukkan 21:10 og voru upptökin um 14 kílómetrum norðvestur af Gjögurtá.

Jarðskjálftinn mældist 3,7 að styrkleika og fannst greinilega á Siglufirði, Ólafsfirði og á Akureyri. Þá varð göngufólki á Fjörðum vel vart við skjálftann.

Nokkrir minni eftirskjálftar hafa síðan fylgt í kjölfarið.

Síðast varð jarðskjálfti á þessum slóðum 23. júní síðastliðinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.