Innlent

Jörð skelfur á Norðurlandi

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Titringur.
Titringur. Vísir/Getty
Margir íbúar Norðurlands fundu fyrir jarðskjálfta snemma á tíunda tímanum í kvöld.

Samkvæmt heimasíðu Veðurstofu Íslands varð skjálftinn klukkan 21:10 og voru upptökin um 14 kílómetrum norðvestur af Gjögurtá.

Jarðskjálftinn mældist 3,7 að styrkleika og fannst greinilega á Siglufirði, Ólafsfirði og á Akureyri. Þá varð göngufólki á Fjörðum vel vart við skjálftann.

Nokkrir minni eftirskjálftar hafa síðan fylgt í kjölfarið.

Síðast varð jarðskjálfti á þessum slóðum 23. júní síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×