Lífið

Lineker hækkar í launum meðan aðrir lækka

Benedikt Bóas skrifar
Frá HM 1986.
Frá HM 1986. Nordicphotos/Getty

Gary Lineker, andlit umfjöllunar BBC um fótbolta og umsjónarmaður Match of the day, fær ríkulega borgað fyrir að tala um fótbolta. Hann er með 1,75 milljónir punda, eða sem nemur tæplega 250 milljónum króna, í árslaun. Chris Evans sem var með Top Gear var með 2,2 milljónir punda en hefur tekið á sig launalækkun eftir að hann hætti með þáttinn.

Reyndar hafa margar breskar sjónvarpsstjörnur tekið á sig launalækkun að undanförnu eins og til dæmis John Humphrys og Huw Edwards sem er fréttaþulur á BBC. Lineker tók ekki á sig launalækkun, heldur hækkaði hann í launum á milli ára.

Tony Hall, stjórnarmaður hjá BBC, sagði að ef fyrirtækið vildi halda Lineker hefði það þurft að hósta þessari upphæð upp.

Af þeim sem eru með 150 þúsund pund eða meira í árslaun eru 22 konur og fjölgaði þeim um 14 milli ára. Af 20 best launuðu stjörnum BBC eru tvær konur. Claudia Winkle­man fær fimmtung af launum Linekers.


Tengdar fréttir

Lineker: Skiptir ekki máli hver er fyrirliði

Tilkynnt var í gær að Harry Kane myndi verða fyrirliði enska landsliðsins á HM í Rússlandi. Gary Lineker, knattspyrnusérfræðingur og fyrrum markahrókur enska liðsins, segir of mikið vera gert úr fyrirliðastöðunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.