Innlent

Leifar af fellibyl, hæðarhryggur og svo enn ein lægðin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ekki beint sumarlegasta myndin en samt ansi lýsandi fyrir sumarið á suðvesturhorninu.
Ekki beint sumarlegasta myndin en samt ansi lýsandi fyrir sumarið á suðvesturhorninu. vísir/vilhelm

Leifar fellibylnum Chris sem væntanlegar eru upp að landinu aðfaranótt sunnudags munu hafa í för með sér rigningu í öllum landshlutum á sunnudag. Líklegast verður þó ekki mikill vindur með úrkomunni ef marka má hugleiðingar veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Það mun síðan rigna norðanlands á mánudag en á þriðjudag er von um hæðarhrygg með björtu veðri um mest allt lands.

„Hryggilegast þó við þennan hrygg er að hann stendur stutt við og enn ein lægðin er væntanleg á miðvikudag. Áfram verða mestu hlýindin á Austur- og Norðausturlandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Í dag má annars búast við skýjuðu veðri og þokulofti sums staðar á vestanverðu landinu en skýjað með köflum austanlands. Það mun rigna seint í nótt vestanlands en svo syttir upp að mestu undir hádegi á morgun.

Annað kvöld er síðan búist við austan 5 til 13 metrum á sekúndu með hellirigningu á sunnanverðu landinu. Rigningin mun svo færast norður yfir heiðina um nóttina en smám saman styttir upp sunnanlands.

Veðurhorfur á landinu:
Fremur hæg suðvestlæg átt og lágskýjað en úrkomulítið um landið vestanvert, en bjartviðri með köflum austanlands. Suðaustan 5-13 og rigning seint í nótt vestanlands en úrkomuminna undir hádegi á morgun. Áfram bjartviðri austanlands. Austlæg átt, 5-13 og talsverð eða mikil rigning á sunnanverðu landinu annað kvöld. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á föstudag:

Suðaustan 5-13 m/s. Rigning eða súld S- og V-lands og talsverð eða mikil þar um kvöldið. Þurrt NA-til. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á laugardag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10, og víða vætusamt fyrripartinn, en síðan mun úrkomuminna. Rigning sunnanlands um nóttina. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á sunnudag:
Austlæg og síðar breytileg átt með vætu um mest allt land, einkum norðvestantil. Hiti 8 til 20 stig, svalast á N-verðum Vestfjörðum.

Á mánudag:
Norðan og norðvestan 3-10 og rigning um N- og V-vert landið. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast sunnanlands.

Á þriðjudag:
Hæg breytileg átt með bjartviðri um mest allt land. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast V-lands.

Á miðvikudag:
Suðaustan átt og rigning S-lands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast NA-lands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.