Innlent

Aukning í sölu á vændi hér á landi

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að vændi hafi aukist hér á landi á undanförnum árum og oft sé erfitt að bregðast við ábendingum þegar slík starfsemi fer fram í Airbnb íbúð.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að vændi hafi aukist hér á landi á undanförnum árum og oft sé erfitt að bregðast við ábendingum þegar slík starfsemi fer fram í Airbnb íbúð. Vísir/Stöð 2

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að vændi hafi aukist hér á landi á undanförnum árum og oft sé erfitt að bregðast við ábendingum þegar slík starfsemi fer fram í Airbnb íbúð.

Við greindum frá því í fréttum okkar í gær að gjörningalistakonan Elín Signý hefði verið tíu mínútur að finna tæpar þúsund starfandi vændiskonur á Íslandi. Lögreglan  segir þetta vissulega veruleikann en erfitt sé að lesa í fjöldann sem stundar starfsemina hér á landi.

„Við erum kannski ekki að sjá þessar tölur sem að hún er að vitna þarna í. En það sem að við sjáum er að hingað eru að koma konur til að stunda þessa starfsemi og þær kannski staldra við í tvær vikur til mánaðar. Þá setja þær inn auglýsingu en hvort að hún sé tekin út aftur skýrir kannski þennan fjölda sem eru inni á þessum síðum. Þetta er eitthvað sem við höfum verið að sjá aukningu í og það síðustu árin í ljósi aukins ferðamannastraums hingað til lands,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn um málið. 

Fréttastofa hefur heyrt í fólki sem varð uppvísa að vændi í gegnum Airbnb íbúð nágranna síns. Þau upplifðu að lögreglan gæti lítið gert. Lögreglan segir þetta snúið. „Við förum og könnum málið og getum alltaf gripið inn í ef að ljóst er að þarna sé einhver starfsemi í gangi sem að snýr að vændisstarfsemi. Það gerum við það, við höfum ýmsar heimildir til þess en við þurfum að rökstyðja okkar aðgerðir,“ segir hann. 

Lögreglan bendir á að þeir sem stunda sölu vændis eru ekki sakborningar í málinu heldur njóti réttarstöðu vitnis. „Þeir sem að bjóða eða eru að bjóða þjónustu hafa oft á tíðum ekki viljað koma í samstarf við lögreglu. Þetta byggist svolítið á því hvað viðkomandi vill gera svo við getum aðstoðað og hjálpað. Það er okkar markmið í þessum málum, að aðstoða viðkomandi út úr því sem hann er kominn í.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.