Erlent

Hinsegin fólk fagnar áfangasigri

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Fjöldi samkynja para hefur safnast saman fyrir utan dómshúsið þar sem málið er tekið fyrir.
Fjöldi samkynja para hefur safnast saman fyrir utan dómshúsið þar sem málið er tekið fyrir. Vísir/EPA
Stjórnvöld á Indlandi tóku stórt skref í réttindabaráttu hinsegin fólks þar í landi í vikunni þegar ákveðið var að Hæstiréttur landsins skyldi ákvarða hvort leyfa ætti kynlíf einstaklinga af sama kyni, sem er enn ólöglegt í landinu.

Fjöldi samkynja para leitar nú réttar síns fyrir Hæstarétti. Samkvæmt lögum frá 1861 er kynlif þeirra glæpur sem varðar 10 ára fangelsisvist.

Ríkisstjórnin setti ákvörðunina í hendur Hæstaréttar og lofaði að una niðurstöðu réttarins. Þetta þykir gleðiefni á Indlandi og er talið líklegt að rétturinn samþykki að kynlíf milli tveggja samþykkra fullorðinna einstaklinga verði löglegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×