Innlent

Lykilleiðir í hjólreiðakerfinu eru nú litaðar

Bergþór Másson skrifar
Kort sem sýnir litamerktar hjólreiðaleiðir.
Kort sem sýnir litamerktar hjólreiðaleiðir. Reykjavíkurborg
Lykilleiðir í hjólakerfi höfuðborgarsvæðisins eru nú táknaðar með litum. 149 hjólavegvísar í hinum ýmsu stærðum hafa verið settir upp í Reykjavík. Litirnir eru blár, grænn, rauður, fjólublár og gulur. 

Þessi aðgerð er hluti af hjólreiðaáætlun Reykjavíkur. Umræddar lykilleiðir eru í sérstökum forgangi þegar kemur að sópun á sumrin og mokstri og hálkuvörnum að vetri til.

 

Hjólaleiðir í öllum regnbogans litum.Reykjavíkurborg
Við litaval á lykilleiðum var stuðst við liti úr náttúru höfðuborgarsvæðisins á merktum leiðum, eins og hafinu, sólarlaginu og gróðri.

Blá: Strandleið

Græn: Reykjavík A - Reykjavík C

Rauð: Hafnafjörður C - Garðabær C - Kópavogur C - Reykjavík Borgartún

Fjólublá: Hafnafjörður C - Garðabær A - Kópavogur A - RVK Mjódd

Gul: Mosfellsbær C - Reykjavík C




Fleiri fréttir

Sjá meira


×