Trump ánægður með áherslur Katrínar í afvopnunarmálum Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2018 12:13 Katrín Jakobsdóttir á leiðtogafundi NATO í vikunni. Getty Images/Marlene Awaad Forsætisráðherra segir enga nýja ákvörðun um aukin framlög aðildarríkja til varnarmála hafa verið tekna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í gær. Í örstuttu samtali hennar við Trump Bandaríkjaforseta lýsti forsetinn yfir ánægju með áherslur forsætisráðherra í afvopnunarmálum. Tveggja daga leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins lauk í Brussel í gær þar sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna fullyrti að bandalagsþjóðirnar hafi farið að tilmælum hans um aukin framlög til varnarmála. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fundinn og segir að mikil átök hafi verið á síðara fundi leiðtoganna.Markmið miðast við 2024 „Það var í raun og veru engin ný ákvörðun tekin á þessum fundi. Það var samþykkt fyrir nokkrum árum að ríkin skyldu stefna að því að verja tveimur prósentum af vergri þjóðarframleiðslu til varnarmála, til Atlantshafsbandalagsins. Ég tek fram að það á ekki við um Ísland og okkar sérstaða sem herlausrar þjóðar hefur verið viðurkennd í þessu samhengi. Það er engin ný ákvörðun sem hefur verið tekin um þetta. Þetta markmið miðast við 2024,“ segir Katrín. Hins vegar hafi komið fram á fundinum að þjóðirnar hafi verið að auka framlög sín verulega undanfarið, þótt áfram sé byggt á markmiði NATO ríkjanna frá árinu 2014 um að framlög bandalagsríkjanna verði 2 prósent af landsframleiðslu. „Og það kann að vera að þetta markmið náist fyrr en sett var. Það hefur komið fram að það hafa verið misvísandi skilaboð frá fundinum. En þarna held ég að ég sé sammála meirihluta fundarmanna um hvað gerðist í raun og veru,“ segir Katrín.Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka.Vísir/APÁ fréttamannafundi Trump strax og leiðtogafundinum lauk í gær lýsti hann því þannig að hann hafi komið og hrist upp í liðinu og leiðtogarnir hafi að lokum fallist á tillögur hans.Óvæntur fundur inni í dagskrá „Það var auðvitað hrist upp í fundinum að því leytinu til að það var haldinn óvæntur fundur inni í miðri fundardagskrá. Það er að segja á síðara degi fundarins var skotið á óvæntum fundi um þessi framlaga mál þar sem var tekist á og það lá alveg fyrir að það var töluverð spenna í loftinu. Ekki síst milli Bandaríkjanna og Þýskalands þar sem kannski má segja að að verið hafi áþreifanlegasta spennan og það spilar auðvitað margt annað þar inn í,“ segir Katrín. Þar á meðal staðan í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í tollamálum og andstaða Trump við nýja gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands.Melania Trump, forsetafrú, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, eru mætt til Bretlands eftir NATO fundinn.vísir/apKatrín átti stutt spjall við Trump undir lok fundarins. Hún segir Bandaríkjaforseta hafa verið ánægðan með áherslur hennar í afvopnunarmálum en hún hvatti meðal annars til þess að kjarnorkuveldin tækju aftur upp viðræður um kjarnorkuafvopnun. „Við töluðum um hugðarefni mitt sem er kjarnorkuafvopnun. En hann náði líka að beina talinu að sjónvarpi. Þannig að hann ræddi aðeins afþreyingariðnaðinn og gerði hann að sérstöku umtalsefni.“Hvað sagði hann um það?„Hann sló svona á létta strengi með það. En ég hvatti mjög til kjarnorkuafvopnunar á þessum fundi og sagði að það væri mjög gott mál að það væri verið að hvetja til hennar á Kóreuskaga en það þyrfti að horfa víðar. Og þar þyrfti Atlantshafsbandalagið að gera mun betur,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Donald Trump NATO Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Forsætisráðherra segir enga nýja ákvörðun um aukin framlög aðildarríkja til varnarmála hafa verið tekna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í gær. Í örstuttu samtali hennar við Trump Bandaríkjaforseta lýsti forsetinn yfir ánægju með áherslur forsætisráðherra í afvopnunarmálum. Tveggja daga leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins lauk í Brussel í gær þar sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna fullyrti að bandalagsþjóðirnar hafi farið að tilmælum hans um aukin framlög til varnarmála. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fundinn og segir að mikil átök hafi verið á síðara fundi leiðtoganna.Markmið miðast við 2024 „Það var í raun og veru engin ný ákvörðun tekin á þessum fundi. Það var samþykkt fyrir nokkrum árum að ríkin skyldu stefna að því að verja tveimur prósentum af vergri þjóðarframleiðslu til varnarmála, til Atlantshafsbandalagsins. Ég tek fram að það á ekki við um Ísland og okkar sérstaða sem herlausrar þjóðar hefur verið viðurkennd í þessu samhengi. Það er engin ný ákvörðun sem hefur verið tekin um þetta. Þetta markmið miðast við 2024,“ segir Katrín. Hins vegar hafi komið fram á fundinum að þjóðirnar hafi verið að auka framlög sín verulega undanfarið, þótt áfram sé byggt á markmiði NATO ríkjanna frá árinu 2014 um að framlög bandalagsríkjanna verði 2 prósent af landsframleiðslu. „Og það kann að vera að þetta markmið náist fyrr en sett var. Það hefur komið fram að það hafa verið misvísandi skilaboð frá fundinum. En þarna held ég að ég sé sammála meirihluta fundarmanna um hvað gerðist í raun og veru,“ segir Katrín.Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka.Vísir/APÁ fréttamannafundi Trump strax og leiðtogafundinum lauk í gær lýsti hann því þannig að hann hafi komið og hrist upp í liðinu og leiðtogarnir hafi að lokum fallist á tillögur hans.Óvæntur fundur inni í dagskrá „Það var auðvitað hrist upp í fundinum að því leytinu til að það var haldinn óvæntur fundur inni í miðri fundardagskrá. Það er að segja á síðara degi fundarins var skotið á óvæntum fundi um þessi framlaga mál þar sem var tekist á og það lá alveg fyrir að það var töluverð spenna í loftinu. Ekki síst milli Bandaríkjanna og Þýskalands þar sem kannski má segja að að verið hafi áþreifanlegasta spennan og það spilar auðvitað margt annað þar inn í,“ segir Katrín. Þar á meðal staðan í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í tollamálum og andstaða Trump við nýja gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands.Melania Trump, forsetafrú, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, eru mætt til Bretlands eftir NATO fundinn.vísir/apKatrín átti stutt spjall við Trump undir lok fundarins. Hún segir Bandaríkjaforseta hafa verið ánægðan með áherslur hennar í afvopnunarmálum en hún hvatti meðal annars til þess að kjarnorkuveldin tækju aftur upp viðræður um kjarnorkuafvopnun. „Við töluðum um hugðarefni mitt sem er kjarnorkuafvopnun. En hann náði líka að beina talinu að sjónvarpi. Þannig að hann ræddi aðeins afþreyingariðnaðinn og gerði hann að sérstöku umtalsefni.“Hvað sagði hann um það?„Hann sló svona á létta strengi með það. En ég hvatti mjög til kjarnorkuafvopnunar á þessum fundi og sagði að það væri mjög gott mál að það væri verið að hvetja til hennar á Kóreuskaga en það þyrfti að horfa víðar. Og þar þyrfti Atlantshafsbandalagið að gera mun betur,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Donald Trump NATO Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent