Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Réttindi kvenna og hinsegin fólks verða framarlega á dagskrá Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en Ísland var kjörið í ráðið í dag. Utanríkisráðherra segir að þótt oft þurfi að gera málamiðlanir innan alþjóðastofnana verði enginn afsláttur gefinn af stefnu Íslendinga í mannréttindamálum. Rætt verður við utanríkisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö. 

Einnig verður rætt við Íslending sem varð fyrir árás í nautahlaupi á Spáni í fyrradag. Hann féll á hlaupum undan nauti en náði taki á hornum þess áður en nautið kastaði honum af sér. Hann segist aldrei aftur ætla að taka þátt.

Þá verður litið í heimsókn á bæinn Húsey við Héraðsflóa þar sem tveir kópar eru orðnir að heimilisdýrum. Heimasætan á bænum segir þá líkari hundum en köttum.

Kvöldfréttatími Stöðvar 2 hefst að vanda klukkan 18:30 og má fylgjast með honum í spilaranum að neðan. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×