Enski boltinn

Chelsea staðfestir komu Sarri | Jorginho í London

Dagur Lárusson skrifar
Maurizio Sarri, nýr stjóri Chelsea.
Maurizio Sarri, nýr stjóri Chelsea. vísir/getty
Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur staðfest það að Maurizio Sarri verður næsti stjóri liðsins eftir að Antonio Conte var látinn fara fyrr í vikunni.

 

Maurizio Sarri kemur frá Napoli en forseti Napoli tilkynnti það á miðvikudaginn að Sarri væri í London að ganga frá samningi við Chelsea, þá tveimur dögum áður en Chelsea tilkynnti um uppsögn Conte.

 

Fyrrum leikmaður Chelsea, Gianfranco Zola, verður aðstoðarmaður Maurizio Sarri hjá Chelsea.

 

„Ég er mjög ánægður með að vera orðinn stjóri Chelsea og að taka þátt í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er nýr og spennandi kafli í mínu lífi.“

 

„Ég hlakka til þess að mæta til vinnu á mánudaginn og hitta leikmennina áður en við ferðumst til Ástralíu.“

 

Samkvæmt Sky á Englandi mun miðjumaðurinn Jorginho einnig ganga til lið við Chelsea frá Napoli en hann er staddur í London þar sem hann mun ganga frá félagsskiptunum á næstu dögum.

 


Tengdar fréttir

Sarri búinn að samþykkja að taka við Chelsea

Maurizio Sarri hefur komist að samkomulagi við Chelsea um að taka við stöðu knattspyrnustjóra hjá liðinu. Gianfranco Zola mun verða honum til aðstoðar. Fréttastofa Sky á Ítalíu greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×