Innlent

Um 13 hundruð manns á Landsmóti ungmennafélaga

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
UMFÍ
Landsmót Ungmennafélags Íslands stendur yfir á Sauðarkróki um helgina. Mótið er með breyttu sniði í ár en það er opið öllum 18 ára og eldri. Auk íþrótta er boðið upp á fyrirlestra og skemmtanir alla helgina.

Mótið hófst á fimmtudaginn en því lýkur á sunnudag. Ómar Birgir Stefánsson, framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ segir hápunkt mótsins vera í dag þar sem nægt úrval verður af keppnum og áhugaverðum viðburðum. Um 13 hundruð manns sækja mótið í ár og eru keppendur á öllum aldri. Þó nýtur ein grein mesta vinsælda en það er Boccia fyrir 50 ára og eldri.

„Boccia fyrir þá sem eru 50 ára og eldri er mjög stór grein. Golfið og púttið er einnig gríðarlega vinsælt. En um 40 keppnir verða haldnar,“ segir Ómar Bragi.

UMFÍ
Að sögn Ómars hefur mótið farið vel fram. Í kvöld verður haldið ball með Páli Óskari Hjálmtýrssyni ásamt kvöldskemmtun með Geirmundi Valtýssyni.

„Mótinu lýkur klukkan 15.00 á morgun en þá setjumst við saman inn í stórt tjald og horfum á úrslitaleikinn á heimsmeistaramótinu í fótbolta,“ segir Ómar Bragi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×