Fótbolti

Kane: Verð mjög stoltur ef ég vinn gullskóinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kane þakkar stuðninginn í Sankti Pétursborg í dag
Kane þakkar stuðninginn í Sankti Pétursborg í dag Vísir/Getty
Englendingar þurftu að sætta sig við fjórða sætið á HM í Rússlandi eftir 2-0 tap gegn Belgum í leiknum um bronsið í dag. Framherjinn Harry Kane mun þó að öllum líkindum fá gullskóinn fyrir flest mörk skoruð í keppninni.

Kane náði sex mörkum í fimm leikjum. Þeir einu sem eiga raunhæfan möguleika á því að ná honum eru frönsku landsliðsmennirnir Antoine Griezmann og Kylian Mbappe. Þeir eru báðir með þrjú mörk og þyrftu því að skora þrennu í úrslitaleiknum til að jafna markafjölda Kane.

„Þetta sýnir að okkur gekk vel í riðlakeppninni og skoruðum mikið af mörkum. Ég er vonsvikinn að hafa ekki náð að skora mark í síðustu leikjum,“ sagði Kane um verðlauninn eftir tapið í dag.

„Stundum dettur þetta fyrir þig, stundum ekki. En ef ég vinn þá verður það eitthvað sem ég verð mjög stoltur af.“

Englendingar áttu ekki sinn besta leik í keppninni í dag en geta samt farið aftur heim með höfuðið hátt.

„Þessi leikur sýndi að við þurfum enn að bæta okkur. Við erum ekki tilbúin vara, við erum enn að bæta okkur og veðrum betri. Við viljum ekki bíða önnur 20 ár eftir því að komast í undanúrslit og stóru leikina. Við þurfum að bæta okkur og verða betri, en það kemur.“

„Strákarnir hefðu ekki geta gefið meira í leikinn. Belgar eru mjög gott lið og ég get ekki fundið neitt neikvætt, við gáfum allt í þetta,“ sagði enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×