Innlent

Íslendingur hlaut bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í stærðfræði

Sylvía Hall skrifar
Liðið stóð sig með stakri prýði.
Liðið stóð sig með stakri prýði. STAK
Elvar Wang Atlason, 19 ára nýstúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, hlaut bronsverðlaun fyrir frammistöðu sína á Ólympíuleikunum í stærðfræði sem lauk nú í dag með 17 stig. Keppnin hefur staðið yfir frá 3. júlí og var frammistaða íslenska liðsins í ár sú besta síðan þátttaka hófst.

Ásamt Elvari voru það þeir Andri Snær Axelsson, Ari Páll Agnarsson, Breki Pálsson, Hrólfur Eyjólfsson og Tómas Ingi Hrólfsson sem mynduðu lið Íslands á leikunum. Þá var Ari Páll einungis einu stigi frá því að hljóta bronsverðlaun á leikunum, en hann hlaut 15 stig í keppninni.

Þrír keppendur liðsins fengu svo heiðursviðurkenningu fyrir að leysa dæmi óaðfinnanlega, en það voru þeir Ari Páll, Hrólfur og Tómas Ingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×