Enski boltinn

Southgate: Kane hefur leitt liðið frábærlega

Dagur Lárusson skrifar
Harry Kane.
Harry Kane. vísir/getty
Gareth Southgate, þjálfari Englands, hefur komið Harry Kane til varnar eftir töluverða gagnrýni á frammistöðu leikmannsins í útsláttarkeppninni.

 

Harry Kane verður að öllum líkindum markakóngur HM með sex mörk en þrátt fyrir það voru ekki allir nægilega sáttir með hans frammistöðu í útsláttarkeppninni. 

 

„Í gær var sjöundi leikurinn okkar á stuttum tíma, sem þýðir að við höfum þurft að leggja mikið á líkama okkar og hug,“ sagði Southgate þegar honum var bennt á það að Kane hafi virkað þreyttur í síðustu leikjunum.

 

 „Það væri rangt að dæma einn leikmann á leiknum í dag ef orka þeirra var ekki eins mikil og hún getur verið. Ég tel að hann hefur leitt liðið virkilega vel og hann hefur leitt menninguna sem við höfum verið að reyna að skapa milli liðsins og stuðningsmannanna.“

 

 „Við getum líka talað um það að leið okkar í undanúrslitin var léttari en hún gat orðið, en við höfum verið í svipaðri stöðu á öðrum stórmótum en samt ekki náð á þann stað sem við náðum í ár.“

 


Tengdar fréttir

Kane: Verð mjög stoltur ef ég vinn gullskóinn

Englendingar þurftu að sætta sig við fjórða sætið á HM í Rússlandi eftir 2-0 tap gegn Belgum í leiknum um bronsið í dag. Framherjinn Harry Kane mun þó að öllum líkindum fá gullskóinn fyrir flest mörk skoruð í keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×