Fótbolti

Lineker: Þegar Kanté spilar þá spila Frakkar með tólf leikmenn

Dagur Lárusson skrifar
Ngolo Kanté.
Ngolo Kanté. vísir/getty
Gary Lineker, fyrrum knattspyrnumaður og nú álitsgjafi hjá BBC, segir að franski miðjumaðurinn Ngolo Kanté sé búinn að vera besti leikmaður HM.

 

Lineker segir að þrátt fyrir að Kanté sé ekki alltaf í sviðsljósinu, þá sé hann mikilvægasti hlekkur franska landsliðsins og segir hann að hann muni vera munurinn á milli Frakklands og Króatíu í úrslitaleiknum í dag.

 

„Fyrir mér þá hefur Kante verið bestur hingað til á mótinu,“ sagði Lineker.

 

 

„Hann er ekki einhver sem við tölum oft um eða einn af þeim sem er mest í sviðsljósinu en hann er svo mikilvægur.“

 

 

„Þegar hann spilar fyrir Frakkland þá spilar Frakkland í rauninni með tólf leikmenn. Hann er eins og tveir leikmenn, hann er allstaðar á vellinum.“

 

„Hann gefur góðar sendingar, hann brýtur upp sóknir andstæðingsins og hann getur borið boltann upp. Í hreinskilni sagt þá gefur það Frakklandi ákveðið forskot á Króatíu að hafa hann í sínu liði og hann er aðalástæðan fyrir því afhverju Frakkar eru taldir líklegri í dag.“

 

Ngolo Kanté hefur orðið Englandsmeistari tvisvar sinnum, síðast með Chelsea 2017 og þar á undan með Leicester 2016 en Gary Lineker er, eins og vitað er, mikill stuðningsmaður Leicester.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×