Innlent

Maður í sjónum við Bryggjuhverfið reyndist flotgalli

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Úr Bryggjuhverfinu í Grafarvogi.
Úr Bryggjuhverfinu í Grafarvogi. Vísir
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk útkall seint á sjötta tímanum í dag um að hugsanlega hefði maður farið í sjóinn í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi. Síðar kom í ljós að ekki var um mann að ræða heldur flotbúning.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var útkallið tekið alvarlega og voru kafarabíll, sjúkrabílar og dælubíll sendir strax á vettvang.

Fyrstu viðbragðsaðilum sem mættu á staðinn varð þó strax ljóst að um var að ræða flotbúning eða sjógalla sem líklega hefur fokið út í sjó úr bát í grenndinni. Flíkinni hefur verið náð upp úr vatninu og voru viðbragðsaðilar afturkallaðir rétt fyrir klukkan 18.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×