Álitinn klikkaður þegar hann sagðist á leið í sjóinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. júlí 2018 06:00 „Ég var eins og dauðadrukkinn þegar ég kom í land og studdist eiginlega við fánann,“ segir Benedikt. Fáninn hafði farið víða, á báða pólana og yfir Grænlandsjökul, en með í för yfir sundið var Ingþór Bjarnason, pólfari og sálfræðingur. Ingþór Bjarnason „Það hefur allt gjörbreyst hérna síðan þá hvað iðkun sjósunds varðar,“ segir Benedikt Hjartarson sundkappi en í dag eru tíu ár liðin frá því að Benedikt afrekaði það fyrstur Íslendinga að synda yfir Ermarsundið. Síðan þá hafa þrír Íslendingar til viðbótar náð þeim áfanga. „Áður fyrr, þegar maður var á leið í sjóinn, þá fór maður frekar hljótt með það. Þá þótti maður frekar klikkaður en í dag er maður ekki maður með mönnum nema að hafa að minnsta kosti prófað. Það hefur safnast gífurleg þekking og reynsla í þessum efnum og við vitum betur hvað við erum að gera,“ segir Benedikt. Ári áður hafði Benedikt reynt við sundið í tilefni af fimmtugsafmæli sínu en náði ekki í land. Í síðari atrennunni gekk betur en þó ekki áfallalaust. Til að mynda missti hann af hinum vanalega lendingarstað og þurfti því að vera lengur í sjónum til að ná landi. „Ég var sextán tíma og eina mínútu að fara yfir. Ég stend eiginlega enn þá við það að til að þetta teljist sem sund þá þurfi maður að vera sextán tíma eða skemur. Ég eiginlega flaut þarna yfir,“ segir hann. Þegar Benedikt þreytti sundið var annar Íslendingur, nafni hans Lafleur, einnig að reyna við sundið. Jón Karl Helgason gerði heimildarmyndina Sundið árið 2012 um keppni þeirra nafna um hvor yrði fyrstur Íslendinga til að komast yfir Ermarsundið.Miklu munaði í síðara skiptið að hafa betri skipstjóra.Sléttum mánuði eftir að Benedikt synti yfir Ermarsundið synti hann „óvart“ út í Drangey. Vinir hans stefndu á það sund og ákváðu að grípa hann með. Einn úr hópnum var eitthvað efins með sundið og fór Benedikt honum til halds og trausts. Þegar yfir lauk var Benedikt sá eini sem náði alla leið. „Ég synti líka Alcatraz-sundið árið 2012 og hélt að það væri stórkostlegt sund. Það reyndist alveg þræleinfalt og auðvelt. Það ættu allir að synda þetta sem sjósund stunda og helst í sundskýlu og með gleraugu. Það er ekkert mál að synda það, í raun bara eins og skemmtiskokk í Reykjavíkurmaraþoninu,“ segir Benedikt. Í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá afrekinu ætlar kappinn að sjálfsögðu að kíkja örlítið í sjóinn hér heima og hitta félaga sína. Benedikt er nýkominn úr Ermarsundinu en hann var öðrum Íslendingi, lögreglumanninum Jóni Kristni Þórissyni, til halds og trausts við tilraun hans við sundið nú. Sá náði ekki alla leið. „Ef maður hefði tíma væri gaman að prófa að synda Gíbraltar-sundið, Katalínu og stóru sundin í Ástralíu. Það krefst þó gríðarlegrar æfingar, maður verður helst að synda fimmtíu kílómetra á viku til að eiga séns. Sem stendur hef ég eiginlega ekki tíma í það,“ segir Benedikt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
„Það hefur allt gjörbreyst hérna síðan þá hvað iðkun sjósunds varðar,“ segir Benedikt Hjartarson sundkappi en í dag eru tíu ár liðin frá því að Benedikt afrekaði það fyrstur Íslendinga að synda yfir Ermarsundið. Síðan þá hafa þrír Íslendingar til viðbótar náð þeim áfanga. „Áður fyrr, þegar maður var á leið í sjóinn, þá fór maður frekar hljótt með það. Þá þótti maður frekar klikkaður en í dag er maður ekki maður með mönnum nema að hafa að minnsta kosti prófað. Það hefur safnast gífurleg þekking og reynsla í þessum efnum og við vitum betur hvað við erum að gera,“ segir Benedikt. Ári áður hafði Benedikt reynt við sundið í tilefni af fimmtugsafmæli sínu en náði ekki í land. Í síðari atrennunni gekk betur en þó ekki áfallalaust. Til að mynda missti hann af hinum vanalega lendingarstað og þurfti því að vera lengur í sjónum til að ná landi. „Ég var sextán tíma og eina mínútu að fara yfir. Ég stend eiginlega enn þá við það að til að þetta teljist sem sund þá þurfi maður að vera sextán tíma eða skemur. Ég eiginlega flaut þarna yfir,“ segir hann. Þegar Benedikt þreytti sundið var annar Íslendingur, nafni hans Lafleur, einnig að reyna við sundið. Jón Karl Helgason gerði heimildarmyndina Sundið árið 2012 um keppni þeirra nafna um hvor yrði fyrstur Íslendinga til að komast yfir Ermarsundið.Miklu munaði í síðara skiptið að hafa betri skipstjóra.Sléttum mánuði eftir að Benedikt synti yfir Ermarsundið synti hann „óvart“ út í Drangey. Vinir hans stefndu á það sund og ákváðu að grípa hann með. Einn úr hópnum var eitthvað efins með sundið og fór Benedikt honum til halds og trausts. Þegar yfir lauk var Benedikt sá eini sem náði alla leið. „Ég synti líka Alcatraz-sundið árið 2012 og hélt að það væri stórkostlegt sund. Það reyndist alveg þræleinfalt og auðvelt. Það ættu allir að synda þetta sem sjósund stunda og helst í sundskýlu og með gleraugu. Það er ekkert mál að synda það, í raun bara eins og skemmtiskokk í Reykjavíkurmaraþoninu,“ segir Benedikt. Í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá afrekinu ætlar kappinn að sjálfsögðu að kíkja örlítið í sjóinn hér heima og hitta félaga sína. Benedikt er nýkominn úr Ermarsundinu en hann var öðrum Íslendingi, lögreglumanninum Jóni Kristni Þórissyni, til halds og trausts við tilraun hans við sundið nú. Sá náði ekki alla leið. „Ef maður hefði tíma væri gaman að prófa að synda Gíbraltar-sundið, Katalínu og stóru sundin í Ástralíu. Það krefst þó gríðarlegrar æfingar, maður verður helst að synda fimmtíu kílómetra á viku til að eiga séns. Sem stendur hef ég eiginlega ekki tíma í það,“ segir Benedikt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“