Fótbolti

Ronaldo og Messi þurfa að fara að afhenda Mbappé lyklana að veldinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kylian Mbappé skoraði í gær.
Kylian Mbappé skoraði í gær. vísir/getty

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, bestu fótboltamenn heims undanfarinn áratug, þurfa brátt að sætta sig við að arftaki þeirra er að taka við en það er Frakkinn Kylian Mbappé.

Þetta sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, í myndveri ITV í Rússlandi í gær þar sem að úrslitaleikur HM 2018 var gerður upp. Frakkar unnu Króata, 4-2, og urðu meistarar í annað sinn.

„Hann er miklu þroskaðari sem fótboltamaður en aldurinn gefur til kynna,“ sagði Ferdinand en Mbappé varð í gærkvöldi fyrsti táningurinn sem skorar í úrslitaleik HM síðan að Pelé gerði það fyrir Brasilíu í Svíþjóð árið 1958.„Hann er gaurinn sem á eftir að standa upp á sviði og taka á móti Gullboltanum á næstu árum. Það er alveg klárt. Ég vona að mínir gömlu félagar í Manchester United séu á eftir honum,“ sagði Ferdinand.

Jürgen Klinsmann, fyrrverandi heimsmeistari með Þýskalandi, sagði Mbappé líta út fyrir að hafa verið í franska landsliðinu í áratug.

„Hann á eftir að verða svo miklu betri. Hann er líka að hrista vel upp í markaðnum. Nú er Ronaldo að fara til Juventus og Neymar er orðaður við önnur lið. Maður sér bara ekki hvar þetta endar hjá þessum strák,“ sagði Jürgen Klinsmann.


Tengdar fréttir

Modric besti leikmaður HM í Rússlandi

Luka Modric fékk gullboltann á HM í Rússlandi, verðlaunin fyrir besta leikmann keppninnar. Kylian Mbappe var valinn besti ungi leikmaðurinn og Harry Kane varð markahrókur keppninnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.