Fótbolti

„Pogba varð að leiðtoga og stýrði Frökkum til sigurs“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Pogba fagnar heimsmeistaratitlinum
Paul Pogba fagnar heimsmeistaratitlinum Vísir/Getty

Paul Pogba var sterkasti hlekkurinn í franska liðinu á HM samkvæmt félaga hans í franska landsliðsinu Adil Rami. Frakkar urðu heimsmeistarar í gær eftir 4-2 sigur á Króatíu í úrslitaleiknum.

„Ég veit ekki hvernig eða hvaðan það kom en Paul Pogba er orðinn leiðtogi í þessu liði. Hann sýndi okkur það í úrslitaleiknum,“ sagði varnarmaðurinn sem var eini leikmaðurinn í franska hópnum sem fékk ekkert að spila á mótinu.

„Hann er mjög teknískur leikmaður og hefur mikla hæfileika. Hann náði að nýta sér þá í varnarleikinn. Allir elska leikmenn sem taka skæri, klobba og fleira en Paul varð að leiðtoga. Hann stýrði okkur til sigurs.“

Pogba hefur verið mikið gagnrýndur undanfarna mánuði, sagður einbeita sér of mikið að hárgreiðslum og samfélagsmiðlum en ekki fótboltanum. Pogba tók hins vegar skref til baka úr sviðsljósinu á HM í Rússlandi og hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í mótinu.

„Pogba sýndi þroska. Það er gott að hafa tæknilegu hliðina en hugarfarið er það sem skiptir mestu máli,“ sagði Rami sem tilkynnti eftir sigur Frakka í gær að hann væri hættur með landsliðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.