Innlent

Hestakonan ekki í lífshættu

Gissur Sigurðsson skrifar
Af Snæfellsnesi.
Af Snæfellsnesi. Vísir/pjetur
Kona, sem slasaðist þegar hún féll af hestbaki á Löngufjörum á Snæfellsnesi um fjögur leitið í gærdag, og þyrla sótti, var komin á Landspítalann klukkan sex. Hún er ekki talin í lífshættu.

Þetta er í annað skiptið á um það bil hálfum mánuði sem þyrla Gæslunnar er send eftir slasaðri hestakonu á sama svæðið.

Ástæða þess að þyrla var send í bæði tilvikin er að langur gangur er fyrir björgunarsveitarmenn að bera hina slösuðu af þessum slysavettvangi upp á þjóðveg og flytja viðkomandi með sjúkrabíl. Auk þess gæti hinn slasaði orðið fyrir óþarfa hnjaski við svo langan burð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×