Lífið

Gómsætir Buffaló vængir hjá Sveppa og Pétri

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Í síðasta þætti af Tveir á teini tóku Pétur og Sveppi fyrir fjölbreytta fuglarétti. Meðal þeirra voru grillaðir Buffalóvængir. Ylfa Helgadóttir landsliðskokkur og eigandi Kopar var með þeim. Þegar kom að því að krydda vængina þá sagði Ylfa: „Sumir segja að less is more. Ég segi bara more is better.“

Uppskriftina að vængjunum sem drengirnir í Tveir á teini göldruðu fram má sjá hér að neðan.

Innihald:

Kjúklingavængir

Franks Red Hot

Ósaltað smjör

Hlynsýróp

Gráðostur

Sýrður rjómi

Krydd eftir smekk

Byrjið á því að skila og þerra vængina. Ykkur er frjálst að skera þá í sundur á liðamótunum til þess að fá minni einingar, en við spöruðum okkur tíma með því að hafa þá heila.

Kryddið vængina með ykkar uppáhalds þurr kryddum vel báðu megin. Ýmis tilbúin grillkrydd í staukum koma til greina en krydd pakkningar af taco eða fajita réttum virka líka vel og gefa gott bragð. Berið olíu á grillið svo vængirnir festast síður. Grillið vængina í sirka hálftíma eða uns tilbúnir.

Á meðan vængirnir eru á grillinu þá sjóðið þið saman buffalóvængjasósuna í potti.

Það er oft talið að Franks Red Hot sósan ásamt smjöri sé einkennissósan sem var á upprunalegu buffalóvængjunum frá Buffaló New York. Við betrum bætum hana aðeins með skvettu af hlynsýrópi. Þegar sósan sýður með hlynsýrópinu, þá verður hún klístraðri og gefur vængjunum frábæra áferð fyrir utan bragðið. Þegar vængirnir eru til, setið þá í skál og hellið sósunni yfir þá.

Með þessu er tilvalið að bjóða upp á heimagerða gráðosta sósu. Setið heila dollu af sýrðum rjóma í skál og um það heila pakkningu af gráðost. Geymið kannski smá rönd eftir. Stappið þetta eins gróft eða fínt og þið viljið. Hellið svo smá skvettu af hlynsýrópi út í sósuna og hrærið saman. Njótið sem ferska ídýfu með vængjunum eða sellerí til að svala hitanum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×