Innlent

Sumarhús alelda á Suðurlandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Brunavarnir Árnessýslu
Brunavarnir Árnessýslu Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Brunavarnir Árnessýslu réðu niðurlögum elds í sumarhúsi að Skyrhól á milli Reykholts og Flúða. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang var sumarhúsið, sem er um 30 fermetrar að stærð, alelda ásamt bíl sem stóð þar nærri.

Slökkvilið frá Laugarvatni, Reykholti og Flúðum var kallað til en samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Árnessýslu er unnið að því að slökkva í glæðum á vettvangi.

Eldsupptök liggja ekki fyrir að svo stöddu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×