Enski boltinn

Cech og Schmeichel eftir á óskalista Chelsea fari Courtois til Spánar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fer Cech aftur á Brúnna?
Fer Cech aftur á Brúnna? vísir/getty
Chelsea hefur áhuga á að fá Petr Cech aftur til félagsins fari svo að Thibaut Courtois yfirgefi félagið í sumar.

Þetta segir Sky Sports fréttastofan á vef sínum í kvöld en Real Madrid eru sagðir mjög áhugasamir um að klófesta belgíska markvörðinn.

Fari sem svo að Belginn færi sig aftur yfir til Spánar eru Petr Cech og Kasper Schmeichel sagðir eftir á óskalista ensku meistarana frá því í fyrra.

Cech er á mála hjá Arsenal en er væntanlega orðinn markvörður númer tvö eftir að Bernd Leno gekk í raðir félagsins frá Bayer Leverkusen í sumar.

Tékkneski markvörðurinn var á mála hjá Chelsea í ellefu ár; frá 2004 til 2015 og spilaði rúmlega 300 leiki fyrir félagið. Hann var afar sigursæll.

Einnig á óskalista Chelsea er sagður Daninn, Kasper Schmeichel, en hann gerði gott mót með Dönum á HM í sumar. Hann er samningsbundinn Leicester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×